Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 14
ÖGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
Finnur Jónsson (1704—89).
Hannes Finnsson (1739-96).
bæði af skólalærðum mönnum og alþýðumönnum, einkum er
leið fram á síðustu öld.
Upphaf handritasafnsins
Sögulegar rætur þess handritasafns, sem myndaði frumstofn
handritadeildar Landsbókasafns, má relcja til séra Jóns Halldórs-
sonar prófasts í Hítardal, er var á dögum 1665-1736. Jón var
bréfavinur Árna Magnússonar sem taldi hann einn lærðasta og
mesta fræðimann hér á landi um sína daga. Ritaði Jón meðal
annars Biskupasögur, fyrir og eftir siðbreytingu, Prestasögur úr
Slcálholtsbiskupsdæmi, Skólameistarasögur frá Skálholti, Hirð-
stjóraannál og Hítardalsannál. Hafa mörg þessara rita verið
prentuð á síðari tímum.
Finnur Jónsson, bislrup í Skálholti, tók við bóklegum arfi föð-
ur síns, ásamt Vigfúsi bróður sínum, sem einnig var þjóðþekkt-
ur lærdómsmaður. Finnur stundaði háslcólanám þegar bruninn
milcli varð í Kaupmannahöfn árið 1728, en þá eyddist hluti af
handritasafni Árna Magnússonar, og var hann annar þeirra ís-
lendinga, hinn var Jón Ólafsson frá Grunnavílc, sem hjálpuðu til
við að bjarga því er bjargað varð af handritunum úr þeim óbæt-
anlega eldsvoða.
Hannes Finnsson, bislcup í Slcálholti eftir föður sinn, var milc-
ill lærdómsmaður og hélt enn áfram fræðaiðlcunum bæði forn-
um og nýjum. Áður en hann tólc við bislcupsembættinu dvaldist
hann meðal annars við fornfræðarannsólcnir í Stolclchólmi, aulc
þess sem hann varð ritari Árnanefndar í Kaupmannahöfn. Hann-
es sá að mestu um útgáfu á hinu milcla verlci föður síns um
lcirlcjusögu landsins, Historia ecclesiastica Islandiæ, sem prent-
uð var á árunum 1772-78 og enn er stærsta rit þessa efnis hér-
lendis.
Steingrímur Jónsson biskup varð síðari maður Valgerðar Jóns-
dóttur, eklcju Hannesar bislcups, og eignaðist með henni hand-
ritasafn forvera síns. Hann hafði verið ritari Hannesar, en síðar á
námsárunum um slceið styrlcþegi í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
Steingrímur lét sér mjög annt um handritin og jólc safnið um-
talsvert um sína daga. Eftir hann sjálfan liggur einnig fjölbreyti-
legt efni óprentað þar sem langmest er að vöxtum ættartölubólc
í ellefu þylclcum bindum.
10