Ritmennt - 01.01.1997, Síða 15
RITMENNT
HANDRITASAFN LANDSBÓKASAFNS 150 ÁRA
Enn er þess að geta að Steingrímur biskup sat lengi í stjórnar-
nefnd Stiftis- eða Stiftsbókasafnsins, sem stofnað hafði verið árið
1818, eða allt til dauðadags 1845. Þótt sumir, svo sem Fjölnis-
menn, notuðu heitið Landsbólcasafn í skrifum sínum á fjórða
tugi aldarinnar var það fyrst tekið upp af opinberum aðilum, það
er fjárlaganefnd efri deildar Alþingis, árið 1882.
Eftir lát Steingríms biskups buðu Valgerður Jónsdóttir,
ekkja hans, og Hannes kaupmaður, einkasonur þeirra, bóka- og
handritasafnið landinu til eignar fyrir 1200 ríkisdali sem ekki
þótti hátt verð. Var hér um að ræða 393 bindi handrita. Safnið
hafði þó sjálft ekki úr nægilegu fé að spila til þessara kaupa og
voru meðal annars Jón Sigurðsson, C.C. Rafn og Sveinbjörn Eg-
ilsson, sem staddur var í Kaupmannahöfn, settir til að íhuga boð-
ið af hálfu æðstu yfirvalda. Þeir komust að jákvæðri niðurstöðu
um tilboðið og háembættismenn landsins, T.A. Hoppe stiftamt-
maður og Helgi Thordersen bislcup, mæltu síðan með kaupun-
um. Endirinn varð sá, eftir nokkur bréfaskipti á milli stiftsyfir-
valda, lcansellís og rentultammers, að ltonungur gaf út úrslturð 5.
júní 1846, sem birtur er í bréfi frá ltansellíinu 9. sama mánaðar:
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Steingrímur Jónsson
(1769-1845].
Minnisbólt Steingríms Jóns-
sonar biskups frá 1835.
(Lbs 341 8vo)
11