Ritmennt - 01.01.1997, Page 17
RITMENNT
HANDRITASAFN LANDSBÓKASAFNS 150 ÁRA
Fremmede - samt for at sikre slige Mærkværdigheders og
Embeds-Papiirers Opbevaring og rigtige Afbenyttelse i Efter-
tiden." Finnur var dóttursonur Finns Jónssonar biskups og því
afkomandi eða náskyldur fyrrgreindum mönnum sem frá er
kominn að rnestu frumstofn handritasafnsins. Tillögur Finns
virðast ekki hafa komið af stað neinum umræðum, svo stofnun
handritasafns hérlendis beið enn síns tíma þangað til hér var
komið sögu.3
Finnur Magnússon átti aftur eftir að koma óbeint við sögu
Landsbókasafns. Hann lést árið 1847 og lét þá eftir sig rnikið
ból<a- og handritasafn. Jón Sigurðsson, sem allra rnanna best
gerði sér ljóst lrver verðmæti þarna var um að ræða fyrir land og
þjóð, reyndi eins og lionum var unnt að fá yfirvöld til að leggja
fram fé til kaupa á safninu, en hafði ekki erindi sem erfiði. Var
það selt á uppboði og dreifðist víðs vegar, þó mest til Englands.
Ef til vill varð skammsýni ráðamanna að þessu sinni eitt mesta
ólán Landsbókasafns því að „bæði ísland og Norðurlönd voru
svift þessum fjársjóði, sem nú virðist eklci hefði verið nein
Herkúlesarþraut að ldófesta", eins og Jón Jacobson orðar það
tæpum þremur aldarfjórðungum síðar í sögu safnsins.4
Jón Sigurðsson (1811-79).
Frumstofn handritasafnsins
Þau handrit sem hér var um að ræða og mynduðu stofn handrita-
safnsins eru mjög fjölbreytileg. Aul< þess efnis sem beinlínis
heyrði til áðurgreindum prestum og bisl<upum fylgdu einnig
með gögn ýmissa annarra manna víðs vegar að af landinu, allt frá
17. öld. Eru margir þeirra þjóðkunnir og hafa markað djúp spor í
íslenska sögu. Nafngreina má til dæmis Guðbrand Þorláksson
biskup, Brynjólf Sveinsson biskup, séra Pál Björnsson í Selárdal,
Jón Vídalín biskup, Pál Vídalín lögmann, Skúla Magnússon land-
fógeta, Bjarna Pálsson landlækni, Eggert Ólafsson skáld og vara-
lögmann, séra Jón Steingrímsson eldprest og Svein Pálsson
lækni og náttúrufræðing. Þá má telja handrit sem ókunnugt er
hver hafi ritað, svo sem eina galdrakverið á skinni sem safnið
hefur nokkru sinni eignast, einnig margar uppskriftir af fornum
3 Aðalgeir Kristjánsson: Tillögur Finns Magnússonar um stofnun handrita- og
skjalasafns á Islandi. Giipla 4, bls. 172.
4 Jón Jacobson. Landsbókasafn íslands 1818-1918, bls. 74-75.
13