Ritmennt - 01.01.1997, Page 22
ÖGMUNDUR HELGASON
Jón Jónsson Borgfirðingur
(1826-1912).
RITMENNT
Allt til ársins 1882 var Landsbókasafn eina opinbera safn jafnt
ritaðs sem prentaðs máls hérlendis og var því skjölum eða gögn-
um embættismanna einnig fenginn þar varðveislustaður. Það ár
var stofnað til sérstaks safns að erlendri fyrirmynd fyrir þess
konar varðveisluefni hér innan lands, svo sem var í Danmörku
og meðal annarra nágrannaþjóða. Var nafn þess fyrst Lands-
skjalasafn en var síðar breytt í Þjóðskjalasafn. Landsskjalavörður
var þó ekki skipaður fyrr en árið 1900, og var þá fyrst tekið til
viö að aðskilja frumskjöl eða embættisbækur frá almennum
handritum í Landsbókasafni til afhendingar í skjalageymslur
hins nýja safns. Færðist nokkur hiti í þessi skiptingarmál sem
komu til úrskurðar landshöfðingja. Eftir voru höfð í Landsbóka-
safni afrit af ýmsum embættisfærslum, jafnvel þótt ekki fyndust
frumgögn þeirra. Þá varð að samkomulagi að afhent yrðu úr
Landsskjalasafni þau handrit sem komin væru eða bærust þang-
að og ættu fremur heima í Landsbókasafni.
Árió 1898 var Guðmundur Þorláksson fenginn til að skrifa
upp þau af skinnhandritabrotum Landsbókasafns sem mest
væru máð og úr sér gengin. Um aldamót var síðan farið að huga
að því að fá smám saman afrituð ýmis handrit sem lágu í söfn-
um í Kaupmannahöfn. í því augnamiði var bréfabók Brynjólfs
biskups Sveinssonar fengin að láni úr Árnasafni og afritaði Guð-
mundur hana næstum alla, eða 13 þykk bindi, en síðar lauk Páll
Eggert Ólason við það verk sem varð alls 15 bindi. Fleira efni var
fengiö til afritunar á þessum árum, og einnig fór Páll til Kaup-
mannahafnar og gerði meðal annars skrá yfir bréfritara í
nokkrum stórum íslenskum bréfasöfnum sem vistuð höfðu ver-
ið í Konungsbókhlöðu.
í upphafi nýrrar aldar, árið 1901, festi Landsbókasafn kaup á
handritasafni Hins íslenska bókmcnntafélags. Eru það 1610
bindi úr safni Hafnardeildar og 289 úr safni Reykjavíkurdeildar
eða tæplega 2000 númer. Voru rnörg þessara handrita runnin frá
Jóni Jónssyni Borgfirðingi. - Meðal merkra handrita í þessu safni
má nefna sýslu- og sóknalýsingar er Hafnardeild stofnaði til að
tillögu Jónasar Hallgrímssonar slcálds, vegna fyrirlrugaðrar ís-
landslýsingar. Hafa margar þeirra verið búnar til útgáfu og prent-
aðar á síðari árurn. Þá er að geta lcvæðahandrita Jónasar sjálfs og
fleiri sleálda er dvöldust langdvölum í Kaupmannahöfn. Enn er ó-
talin ein fegursta bólt safnsins, sem er sltrifuð 1693 af listamann-
18