Ritmennt - 01.01.1997, Page 24
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
í viðbæti við ævisögu Gísla bætir Sighvatur við um vin sinn
og velgjörðamann í fræðunum:
Allt til 1872 brúkaði hann fjaðrapenna, en þá tók hann gleraugun af
sér, er hann skar pennann, svo var sjónin skörp; en jafnan þvoði hann
augun með brennivíni og sagðist hafa gjört það um langan tíma aldurs
síns, en sjónina hafði hann jafnskíra áttræður sem á fertugs aldri, eftir
því sem hann sagði sjálfur frá, en síðast sá hann ekki neitt með öðru
auganu. Allt frá því 1860 ritaði hann bæði snarhönd og fljótaskrift,
hvort tveggja aðdáanlega fagurt, en settletur og uppdrætti með afbrigð-
um, en á seinni árum hans var höndin farin að stirðna, en brá þó oft til
hins einkennilega handarlags, einkum á settletri.9
mnim Jrmmiii
^pvtultidc# ua
” . \ i*ht j’ul (t Í.innilní l’iÁVu *n«iia> Vju |vifl<tl
V* (■’ •■•• •■<*•»«>»" 6w*í*V tylnnii, n. *e-
1..... V ij&í-fr
.-/ruU-Sw«. A/. m*/W»
^•-...4-W- *r • • --«4 **'
. '•:“«» V- - .<ro«-• .... Art.......■
, •• ;/|KUirrtiMU«»»•*f
1,
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Saga af Gotum og Húnum
með hendi Gísla Konráðsson-
ar frá um 1850. |Lbs 2159 4to)
Mörg voru fundin þjóðráð til að reyna að halda sem bestri sjón
- enda ekki vanþörf á fyrir fræðimenn sem rýndu í fornar, ó-
hreinar og illlæsilegar skræður, oft við dauft ljós í dimmum
húsakynnum. Víst er einnig að þjóðin á nokkuð að þakka góðri
sjón Sighvats Borgfirðings. Mesta verlc hans og að líkindum
einnig handritadeildar er Prestaævir í 22 þykkum bindum, sam-
tals um 14300 blaðsíður. Á síðustu árum hlaut Sighvatur eins
konar lífeyri frá Landsbókasafni, en í staðinn ánafnaði hann
safninu handrit sín.
Til marks urn það hversu handritaöld entist lengi hér á landi
er að nefna að síðustu stórskrifararnir, Magnús Jónsson sögu-
safnaritari í Tjaldanesi, sem fjölmargt er varðveitt eftir í hand-
ritadeild, og áðurnefndur Sighvatur, lifðu allt fram á þriðja ára-
tug þessarar aldar.
Til viðbótar við það sem á undan er nefnt skal minnt á hlut
Vestur-íslendinga í varðveislu þjóðararfsins, en þaðan hafa með-
al annars borist handrit skáldanna Stephans G. Stephanssonar og
Guttorms J. Guttormssonar. Einnig hafa verið afhent hingað
heim heil söfn er mörg fylgdu að minnsta kosti að hluta til með
búslóð útflytjendanna yfir hafið, til dæmis frá Sigmundi Matth-
íassyni Long er arfleiddi Landsbóltasafn að handritasafni, alls
130 bindum árið 1924. Er þar meðal annars þjóðfræðilegt efni
sem ekki verður fundið annars staðar í íslenskum heimildum.
Og enn eru að berast handrit frá Vesturheimi. Fyrir skömmu
9 Gísli Konráðsson. Æfisaga, bls. 304.
Á bls. 21: Upphaf að kvæðinu Ferðalok í eiginhandarriti Jónasar Hallgrlmssonar
frá því skömmu fyrir dauða hans, 1845. |ÍB 13 fol)
20