Ritmennt - 01.01.1997, Page 27
RITMENNT
HANDRITASAFN LANDSBÓKASAFNS 150 ÁRA
Aðföng undanfarin ár
Hér hefur verið stiklað á stóru um sögu handritadeildar frarn á
þessa öld og það efni sem þar er varðveitt. Fáeinir menn hafa ver-
ið nafngreindir, sumir langskólagengnir í bóklegum fræðum en
aðrir sjálfmenntaðir í lífsins skóla, sem fulltrúar alls þess fjölda
er lagt hefur sinn skerf til þess hluta íslenskrar bókmenningar
sem hérna er haldið til haga. Ef til vill hefði mátt geta um fleiri
nöfn, ekki síst frá síðari árum, en það er ekki gert vegna þess úr
hve vöndu er að ráða hverjum eigi að sleppa eða hverja skuli
helst nefna. Þó skal gerð sú undantekning að tilgreina fáeina enn
ónefnda menn, en heita má að varðveittur sé allur afrakstur rit-
starfa þeirra um ævina innan veggja safnsins. Eru það Finnbogi
Bernódusson sjómaður í Bolungarvík sem hélt dagbækur frá
1914 til 1980, Elka Björnsdóttir verkakona í Reykjavík, sem lýs-
ir lífi sínu á árunum 1915 til 1920, rithöfundarnir Þórbergur
Þórðarson og Halldór Laxness, Steinn Steinarr skáld og Jón Leifs
tónskáld, sem og Björn M. Ólsen, fyrsti prófessor í íslenskum
fræðum, er öll hafa kosið handritum sínurn vörslustað í hand-
ritadeild.
Hér má sjá hvernig skinn-
handrit með kirkjulegum
textum á latínu frá katólsk-
um tíma voru skorin niður og
notuð í bókakápur eftir sið-
breytingu. í bókinni sjálfri
eru iðrunarprédikanir frá
1680. (ÍB 346 8vo|
Liósm. H.B. - Landsbókasafn.
23