Ritmennt - 01.01.1997, Side 30
ÖGMUNDUR HELGASON
Pálmi Pálsson (1857-1920].
RITMENNT
að nefna hvers konar greinaskrif og fyrirlestra eða kynningar
sem tengjast meðal annars efni handritasafnsins.
Pöntunarþjónustu handritanotenda er sinnt bæði á staðnum
og í gegnum síma. Handrit eru sótt í handritageymslu og þau
sett á sinn stað eftir að þeim hefur verið skilað. Þau eru bókfærð
í báðum tilvikum samkvæmt reglum deildarinnar. Svarað er fyr-
irspurnum um ákveðið efni í deildinni, bæði innan lands og frá
útlöndum, oftast með tilheyrandi bréfaskrifum. Er oft lögð tölu-
verð vinna í að svara slíkum fyrirspurnum, einkum þegar um er
að ræða fræðimenn sem ekki eiga heimangengt hingað til lands
en búa í fjarlægum heimshornum. Sinnt er handritalánum, eink-
um til handritastofnana Árna Magnússonar í Reykjavík og
Kaupmannahöfn, en slík samskipti hafa einnig aukist við ýmis
héraðsskjalasöfn á landsbyggðinni síðari ár. Handrit eru yfirfarin
vegna myndapantana og komið til ljósmyndara. Haft er samband
við erlend handritasöfn fyrir innlenda fræðimenn, bæði hvað
varðar efnislegar spurningar og beiðnir um millisafnalán, ljósrit
eða myndir. Sérstök aðstoð við gesti er hjálp við lestur handrita.
Tekió er á móti hópum sem vilja kynna sér starfsemi handrita-
deildar, hlutverki deildarinnar lýst og einstök handrit sýnd og
sagt frá þeim.
Séð er um sýningarhald á öllum stigum, allt frá því að velja
handrit, semja skýringartexta og efni sýningarskrár,- einnig, að
minnsta kosti stundum, að korna sýningarefninu fyrir í sýning-
arskápum.
Fræóiskrif og útgáfumál
Fyrstu skrár yfir þau handrit eða hluta af þeim handritum sem
nú heyra til Landsbókasafni eru skrár sem Sigurður fónasson og
Finnur Jónsson gerðu fyrir Bókmenntafélagið og komu út árin
1869 og 1885 og skrá fóns Árnasonar yfir handrit í Landsbóka-
safni frá árinu 1874.
Engar handritaskrár komu út á næstu áratugum, en um frá-
gang handritanna segir fón Jacobson í hundrað ára minningarriti
safnsins árið 1918:
... allmikið verk hefur einnig verið unnið eftir daga fóns Árnasonar
fyrir og við handritasöfn Landsbókasafnsins. Þannig var t.d. handrita-
26