Ritmennt - 01.01.1997, Síða 36
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
- handritadeild. Forstöðumenn handritadeildar hafa verið Lárus
H. Blöndal til 1967, Grímur M. Helgason frá því ári til 1989, og
síðan höfundur þessarar greinar.
I sjálfu sér varð engin eðlisbreyting á geymd handritanna við
þessa deildarstofnun, sem var fyrst og frernst skipulagsbreyting í
anda nýrra tíma innan safnsins. Handritunum hafði alltaf verið
haldið aðslcildum frá prentuðu efni og því myndað sérstaka deild
í þeim skilningi frá fyrstu tíð. Handritadeild er nú hluti hinnar
nýju stofnunar, Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns í
Þjóðarbókhlöðu, sem opnuð var 1. desember 1994. Er nú þessum
ómetanlega þjóðararfi betur fyrir komið í sérstakri geymslu-
hvelfingu með því hita- og rakastigi sem talið er æskilegast til
varðveislu og við meira öryggi en nokkru sinni áður í sögunni.
Lokaorð
Ollu því fólki, sem komið hefur og koma mun við sögu handrita-
deildar í tengslum við varðveislu skriflegra handritagagna, verð-
ur seint fullþakkað því að enginn veit fyrirfram hvaða heimildir
geta komið að notum við hinar margvíslegu fortíðarrannsóknir
sem stundaðar eru bæði af langskólagengnum og óskólalærðum
fræðimönnum hér á landi. Jafnvel smæstu efnisatriði geta varp-
að mikilvægu ljósi á stærstu viðfangsefni. - Og enn í dag er fóllc
beðið um að fleygja ekki neinu handritalcyns - þá er einnig átt
við vélrit og nú síðast tölvuhandrit - heldur hafa samband við
deildina, ef það hefur eitthvað af slílaim toga í fórum sínum.
Skal í því sambandi á það minnt að útgáfuréttur á þessu efni fær-
ist á engan hátt til deildarinnar og höfundar eða afhendingarað-
ilar mega leggja kvaðir á gögn sín hvað varðar umgengni eða lán
á handritunum til lestrar eða uppskrifta á lestrarsal. Þar fer allt
samkvæmt landslögum.
Ef draga á saman í sem styst mál yfirlit um það efni sem varð-
veitt er í geymsluhvelfingu handritadeildar má orða það svo að
þar sé að finna andlegan og veraldlegan skáldskap, bæði í
bundnu og óbundnu máli að fornu og nýju, en einkum þó frá 18.
öld og síðar, sem og þjóðlegan fróðleik eða þjóðsagnir af ýmsu
tagi, prédikanir og bænir, lælcningaráð, heimspeki og enn fleiri
lærdómsiðkanir, ættartölur, endurminningar eða frásagnir, dag-
bækur og sendibréf, að viðbættu tónlistar- eða nótnaefni og
32