Ritmennt - 01.01.1997, Page 39
Steingrímur Jónsson
RITMENNT 2 (1997) 35-54
„Núpufellsbólc"
Gömul, prentuð lögbók án útgáfustaðar og árs
Oft er vandkvæðum bundið að ákvarða útgáfustað og ár prentaðra bóka frá fyrstu
öldum prentlistarinnar. A þetta ekki síst við urn margt erlent fornprent. Með rann-
sóknum sínum hafa fræðimenn þróað ýmsar vinnuaðferðir til að leysa úr þessum
vandamálum. I þessari grein er m.a. beitt einni slíkri aðferð, sem felst í því að athug-
aðar eru leturgerðir í öllum þekktum bókum sem prentaðar voru á íslandi fyrir 1650,
þegar reynt er að svara því hvar og hvenær íslensk lögbólc frá þvf einhvern tíma milli
1580 og 1624 var prentuð.
Menn eru á einu máli um að upphaf bókaprentunar á íslandi
megi rekja til þess er Jón Arason biskup á Hólum fékk
prentsmiðju liingað til lands um 1530.1 Urn prentarann, Jón
Mattliíasson sænslca, er fátt vitað, t.d. er óltunnugt hvaðan úr
Svíþjóð hann kom, ellegar hvort hann kom um Þýskaland. Hið
eina sem með vissu er um vitað að prentað hafi verið á Hólum
þessi fyrstu ár prcntverksins er latnesk handbók presta, Breviari-
um Holense, árið 1534. Við siðbótina 1550 voru til 17 eintölc
bóltarinnar á Hólum, og síðasta eintakið sem kunnugt er um
eyðilagðist í Kaupmannahafnarbrunanum milcla 1728. í upphafi
20. aldar fundust í gömlu bóltbandi í Konungsbólthlöðu í Stokk-
hólmi tvö blöð úr gömlu brevíaríi, og eftir samanburð við þekkt
brevíarí var því slegið föstu að blöðin tvö væru úr Breviarium
Holense (Collijn, Isak (1914), bls. 14).
Árið 1535 fluttist Jón Matthíasson að Breiðabólstað í Vestur-
bópi þar sem hann varð prestur. Ekkert er með vissu vitað um
prentaðar bækur næstu áratugina, og það var ekki fyrr en eftir
1 Um upphaf prentunar á íslandi má benda á Klemens Jónsson (1930) og tvö
nýrri yfirlit sem annars vegar Steingrímur Jónsson (1989) og hins vegar Böðv-
ar Kvaran (1995) hafa birt. Meðal veigamestu frumrannsókna á fyrstu áratug-
um íslensltrar bóltagerðar eru margar ritgerðir eftir Halldór Hermannsson,
(1916), (1922), (1930), (1933) og (1942), og Jón Helgason (1936).
35