Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 42
STEINGRIMUR JÓNSSON
RITMENNT
með svörtum og rauðum lit, og bókin myndskreytt með 29 tré-
skurðarmyndum af þýskurn uppruna.
Á öftustu síðu Guðbrandsbiblíu stendur að „þessu biblíu-
verki" hafi verið lokið á Hólum hinn sjötta dag júnímánaðar
1584. Það má ávallt deila um hversu hárréttar dagsetningar af
þessu tagi séu og hverju lauk nákvæmlega þennan dag, setning-
unni, prentun fyrsta eintaks lokaarkarinnar eða prentun alls
upplagsins. Hitt er staðreynd að það liðu fimm ár þangað til
næsta rit var prentað. Það var Sálmabókin 1589 með svörtum og
rauðum lit á titilblaði, og auk þess fyrsta íslenska bókin með
prentuðum nótum. Prentun biblíunnar í stóru upplagi og arkar-
broti var seinlegt verk, og svo var einnig um setningu sálmabók-
arinnar og prófarkalestur af nótnaprentinu. Það má því geta sér
til að það hafi verið setningu biblíunnar sem lauk 6. júní 1584 og
prentun hafi ekki lokið fyrr en nokkrum árum síðar. Þá tók við
setning sálmabókarinnar og loks prentun hennar sem lauk eins
og fyrr segir 1589.
Auk Sálmabókarinnar er til önnur prentuð bólc með ártalinu
1589. Það er Summaria yfir það nýja testamentið, en prentstað-
ur bókarinnar er Núpufell í Eyjafirði. Jón Jónsson hafði fengið
konungsbréf fyrir ábúð á jörðinni þegar árið 1578 gegn því að
starfrækja þar prentverk og prenta bælcur fyrir biskup gegn hóf-
legu verði. Líldega var það fyrst og fremst prentun Guðbrands-
biblíu og setning sálmabólcarinnar sem varð til þess að Jón prent-
ari gat elcki flutt að Núpufelli fyrr en 1589, þótt eldd séu neinar
beinar heimildir fyrir því. Ein bók í viðbót, Summaria yfir það
gamla testamentið, 1591, hefur Núpufell sem prentstað.
Frá árinu 1592 er Apologia, fyrsti bæklingurinn af þremur
sem saman eru nefndir Morðbréfabæklingar - hinir voru prent-
aðir á Hólum 1595 og 1608. Ekki er getið útgáfustaðar á bæk-
lingnum 1592, og er hann því annaðlivort prentaður að Núpu-
felli eða á Hólum. Frá árinu 1593 er ekki vitað um neina prent-
aða bólc, en frá 1594 er með vissu lcunnugt uni tvær, báðar prent-
aðar á Hólum, og önnur þeirra, Graduale eða Grallarinn eins og
hún er jafnan nefnd, er jafnframt sú síðasta þar sem nafn Jóns
Jónssonar prentara lcemur fram. Hann hélt þó áfram prentara-
störfum á Hólum allt til dauðadags árið 1616.
Frá 1594 til dauða Guðbrands bislcups árið 1627 voru um 60
bælcur prentaðar á Hólum (Einar G. Pétursson (1986), bls. 5-26).
38