Ritmennt - 01.01.1997, Qupperneq 44
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
C)-Z»2
Ooxr
Íjlcn&inaa,|»iraafainait
lefut Sett ajtajtiuí 5Ioteg« SHongi
Eofligtot minmngat, So fem ijcmei
23r«f cg 3otma(c tonac
Sfítlefm ffiptít íþetm lUettufiit
oP tUftti lýgborum fcm til l;af« fcingijl '
Og ptentub eptit S801109 gotla9e ^ieib
AiUgs ttTflite 3one Óouofonac
Jlðginane
1582.
Titilblað prentað fyrir Jón
Eiríksson.
Vandamálið
Auk hinna fyrrnefndu tveggja útgáfna lögbókarinnar 1578 og
1580 er til hin þriðja. Sú, sem jafnan er nefnd „Núpufellsbók",
er án útgáfustaðar og árs. Verður þessari nafngift af hagkvæmn-
isástæðum haldið hér á eftir. Bókin er eins og hinar fyrri lögbæk-
ur í áttablaðabroti og er fjöldi arka 35 í öllum hókunum, merkt-
ar A-Þ og Aa-Ll, síðasta örkin þó einungis fjögur blöð.
Um Núpufellsbók eru ýmsar spurningar sem ekki hefur ver-
ið svarað. Titilblað bólcarinnar, þ.e.a.s. Alr og Alv, er autt og
jafnframt er aftasta síðan, Ll4v, lílca auð, en einmitt á þessum
síðum var prentsögn fyrri útgáfnanna. Að öðru leyti fylgir Núpu-
fellsbók hinum fyrri mjög nálcvæmlega hvað útlit snertir, til
dæmis er of lítið N sem upphafsstafur á síðu Þlv prentað eins og
í fyrri útgáfum, hins vegar þó ekki á síðu Þ6r. Þá lýlcur megin-
máli Núpufellsbókar neðst á síðu Ff2r í stað þess að teygjast yfir
á síðu Ff2v eins og í útgáfunum 1578 og 1580, en sú síða er auð
í Núpufellsbók. Jafnframt eru bókarlokin aðeins öðruvísi.
Núpufellsbók er afar fágæt. í Konungsbókhlöðu í Kaup-
mannahöfn eru tvö eintök bókarinnar, í háskólabókasafninu í
Kaupmannahöfn eru önnur tvö, og loks er eitt eintak í háskóla-
bókasafninu í Lundi í Svíþjóð. Landsbókasafn á óheilt eintak.
Annað eintak Konungsbókhlöðu (Ex. 2) er með titilblaði prent-
uðu í svörtum lit og með ártalinu 1582. Það er þó vitað að þetta
titilblað var prentað á 18. öld fyrir þáverandi eiganda bókarinn-
ar, Jón Eiríksson, og ártalið ekki unnt að staðfesta með neinum
hætti og er því getgáta ein.
Menn hafa velt því fyrir sér hvar og hvenær þessi bók hafi
verið prentuð. Ýmsar leiðréttingar við útgáfuna 1580 eru færðar
inn í meginmálið á réttum stöðum í Núpufellsbók. Núpufells-
bók er því prentuð eftir það, og hafa rnenn þess vegna sett term-
inus a quo við árið 1580. Annað eintak Núpufellsbóltar í há-
skó 1 abókasafninu í Kaupmannahöfn (nr. 314) er með áritun dag-
settri 22. ágúst 1624. Hafa menn sett terminus ad quem við það
ár. Um prentstaðinn er sú heimild elst þegar Árni Magnússon
nefnir varfærnislega í bréfi 1699 - og vísar á almannaróm - að
,menn tala um Lögbók þrykkta að Núpufelli'. Næstum 30 árum
síðar nefnir Árni bókina í hréfi sem þá ,prentuðu lögbók er menn
lcalla Núpufellsbólt'. Hann lýsir bólúnni jafnframt og segir ,að
40