Ritmennt - 01.01.1997, Síða 45
RITMENNT
NÚPUFELLSBÓK
hún er með óhreinum typis' og að í 31. kapítula Mannhelgi á
síðu H3r standi Konur þær allar í stað Nonur þær allar í hinum
eldri bókum sem sé prentvilla.
Ólafur Lárusson fjallar ítarlega um Núpufellsbók í formála
sínum fyrir ljósprentun Lögbókarinnar 1578 sem er 3. bindi rit-
raðarinnar Monumenta typographica Islandica, Kaupmanna-
höfn 1934. Ólafur kemst m.a. svo að orði:4
Það er þó víst, að hér er um sjálfstæða útgáfu bókarinnar að ræða. Hún
er prentuð með öðru letri en útg. 1578 og 1580. Letriö virðist hafa ver-
ið gamalt og slitið, og hefir þess verið getið til, að hún sé prentuð með
hinu eldra letri prentsmiðjunnar, letrinu úr Breiðabólstaðarprentsmiðj-
unni.
í prentsmiðjusögu sr. Gunnars Pálssonar, Typographia Is-
landica, sem skrifuð var um miðja 18. öld og aldrei hefur verið
gefin út í heild sinni, er fjallað um prentsmiðjuna að Núpufelli
og lögbók sem prentuð var þar 1587, 1588 eða 1591, þó líklegast
1587.5 í söguágripi sínu um prentsmiðjur, sem að miklu leyti
byggir á prentsmiðjusögu sr. Gunnars, nefnir Jón Borgfirðingur
lögbók prentaða að Núpufelli (Jón Borgfirðingur (1867), bls. 11).
Síðan þá er jafnan talað um lögbólt prentaða að Núpufelli.
i ■ .. ' ;■ ó
ait...
•LJ' }£-**•.........-f
■■ . j.." aG é*.: L
Min lciere Broder Lawridtz I
Bagge thil en Ihukommelse I
Anno 1624. denn 22 Aug I
denne Baag Wennligenn I thil
henndes. C.: E. - Aritað ein-
tak háskólabókasafnsins í
Kaupmannahöfn.
Letunannsókn
í prentsmiðjusögu sinni segir sr. Gunnar að tvær prentsmiðjur
hafi verið starfandi samtímis í lok 16. aldar. Hólaprentsmiðja liafi
verið sú hin nýja sem Jón Jónsson ltom með til landsins 1577, og
Núpufellsprentsmiðja hafi verið sú sem fyrr var á Breiðabólstað.
Jón Borgfirðingur tekur upp frásögn sr. Gunnars og birtir í söguá-
gripi sínu. Síðar liafa ýmsir fræðimenn fjaliað um málið og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að eldcert styðji þá tilgátu að prentsmiðj-
urnar hafi verið tvær. Engar heimildir séu um annan prentara á
þessum tímum en Jón Jónsson, og eldcert mæli gegn því að það
hafi verið Hólaprentsmiðja sem árið 1589 var flutt að Núpufelli,
4 Ólafur Lárusson (1934), bls. 81-82.
5 Lbs 75 fol.
41