Ritmennt - 01.01.1997, Side 59
RITMENNT 2 (1997) 55-75
Jón Ólafur ísberg
Annálar og heimildir
um Svarta dauða1
Markmið greinarinnar er að athuga þekktar heimildir, annála og fornbréf, urn Svarta
dauða og kanna hvernig þær tengjast. Færð verða rök að því að Nýi annáll sé að meg-
inhluta skrifaður að undirlagi Björns Þorleifssonar uni miðja 15. öld. Nýi annáll og
Gottskálksannáll byggja á samtímaheimildum frá plágutímanum og eru ásamt forn-
bréfum traustustu heimildirnar um Svarta dauða. í greininni er hnekkt þeirri skoð-
un að upplýsingar um pláguna sem koma fram í AM 702 4to og Lbs 157 4to séu frá
samtímaheimild sem nú sé glötuð. Sýnt er fram á að þær eru komnar úr Nýja annál
í gegnum millilið sem var ritaður af Jóni Erlendssyni um miðja 17. öld og nefndist
Annála harmonía.
„Svo geingur þad til hier i heimenum, ad
sumer hialpa erroribus á gáng, og adrer leit-
ast sidan vid ad utrydia aptur þeim sömu er-
roribus. Hafa svo hverir tveggiu noclcud ad
idia."2 Þessi orð Arna Magnússonar eru vel
kunn og oft til þeirra vitnað en af hvaða til-
efni lét hann þau falla, hvert var verltið og
hver var höfundur þess? Aður en það er upp-
lýst verður fjallað um helstu heimildir um
Svarta dauða 1402-1404 og annálaskrif en
ljóst er að nokkrum erroribus hefur verið
hjálpað á gang sem æskilegt væri að útryðja.
A 17. öld var endurvakinn áhugi á ís-
lenskum fræðum og þá farið að huga að
söfnun og uppskriftum gamalla handrita.
Hólamenn höfðu riðið á vaðið en síðan
fylgdu Skálhyltingar í kjölfarið. Á fyrri
hluta 17. aldar voru kunn ellefu annála-
handrit á íslandi, þ.e. Annales Reseniani,
Annales vetustissimi, Skálholtsannáll hinn
forni, Lögmannsannáll, Nýi annáll, Annal-
brudstykket, Flateyjarannáll, Oddverjaann-
áll, Annales regii, Gottskálksannáll og nú
glatað handrit sem AM 412 4to (Annales
Holenses) var skrifað eftir. Auk þessa voru
tvær afskriftir til í Noregi og a.m.k. ein í
Danmörku. Islensku handritin og Henriks
Hoyers Annaler, sem var afskrift af öðru
1 Grein þessi er hluti af rannsóknarverkefninu Sóttir
og samfélag en grein með sama nafni birtist í Sögu
34, bls. 177-218, og saman eru þessar greinar fram-
lag til rannsóknar á sögu íslenskra heilbrigðismála
sem höfundur vinnur að á vegum Læknafélags ís-
lands. Verkefnið nýtur styrks frá Rannsóknarráði
Islands. Handritin sem vitnað verður til eru geymd
í handritadeild Landsbókasafns íslands - Háskóla-
bókasafns. Höfundur þakkar starfsfólki deildarinn-
ar margvíslega aðstoð og ábendingar við þessa rann-
sókn og samningu greinarinnar.
2 Tekið eftir Gustav Storm, Islandske annaler indtil
1578, bls. lxiv, en frumritið er AM 436 4to.
55