Ritmennt - 01.01.1997, Page 62
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
RITMENNT
Tímatafla annálaritunar um miðja 17. öld
1640 Björn Jónsson á Skarðsá lýkur við ritun Skarðsárannáls.
1642-48 Jón Arason prófastur í Vatnsfirði hefur undir höndum afskrift af Skarðsárannál og ritar uppkast að Vatnsfjarðarannál elsta, Lbs 347 4to. Frá þessum tíma er einnig rithöndin sem kennd er við N.N. í sama handriti.
1647 Flateyjarbók kemur í Skálholt.
1647-50 Nýi annáll kemur í Skálholt.
1650-52 Jón Erlendsson ritar annál að beiðni Brynjólfs biskups sem var samsteypa þeirra fjögurra gömlu annála sem þá voru til í Skálholti, þ.e. Flateyjarannáls, Skálholtsannáls hins forna, Lögmannsannáls og Nýja annáls. Annállinn var kallaður Annála harmonía af Árna Magnússyni.
1652/53 Sigurður Jónsson lýkur námi í Skálholtsskóla og fer í þjónustu Jóns Arasonar í Vatnsfirði.
1652/53-55 Jón Arason ritar annálagreinarnar tólf sem eru í AM 702 4to. Frá þessum tíma eru líklega þær viðbætur í Lbs 347 4to sem ritaðar eru með öðru bleki.
1655 Séra Sigurður Jónsson lýkur við afskrift sína, Lbs 157 4to, á annál Jóns Arasonar.
fjarðarannáls elsta um ástæðu þess að er-
lenda efninu er sleppt: „allt, eða flestallt
áður prentað í Skarðsárannál, og virðist því
mega nægja ein prentun á slíkan hégóma."8
Megingalli útgáfunnar er sá að hún er ekki
stafrétt heldur „færð í nútíðarbúning" og
gerir það samanburð við frumritið örðugan
sem og samanburð á milli annála sem eiga
sér sameiginlegt forrit.
Hér hafa verið nefndir þeir annálar sem
koma til greina sem heimildir um Svarta
dauða. Nýi annáll er þeirra mikilvægastur
enda virðist hann byggja á sltjölum frá þeirn
tíma og jafnvel talið að hann hafi verið
skrifaður nær samtímis atburðum. Gott-
skálltsannáll er með vissu ekki skrifaður
fyrr en á seinni hluta 16. aldar og er fáorður
um pláguna en heimildir hans um hana eru
líklega samtíma skjöl. Skarðsárannáll bygg-
8 Hannes Þorsteinsson, Annálar 1400-1800 (Vatns-
fjarðarannáll elsti), bls. 12.
58