Ritmennt - 01.01.1997, Side 65

Ritmennt - 01.01.1997, Side 65
RITMENNT ANNÁLAR OG HEIMILDIR UM SVARTA DAUÐA hafi verið saman úr minnisgreinum, skjöl- um, skýrslum og frásögnum þótt ekki sé það líklegt. Sennilegt er að annállinn sé samansettur um eða upp úr miðri 15. öld af einhverjum sem hefur haft aðgang að skriflegum upp- lýsingum varðandi Skálholtsstól, klaustrin í biskupsdæminu og líklega einnig um helstu embætti og höndlanir. Hugsanlega hefur annállinn að stofni til verið nokkurs konar skýrsla um helstu atburði fram að ritunar- tíma hans en síðar hefur verið við hann bætt. Þessu fylgir sú tilgáta að annállinn og eða skráin hafi fyrrum náð lengra en til árs- ins 1430 enda engin sérstök tímamót þá sem hefðu átt að koma í veg fyrir framhald- ið. Ólíklegt má telja að annállinn eins og hann er þekktur nú sé eins manns verlc. Til þess er hann of sundurlaus að uppbyggingu og orðfæri. Hingað til hefur höfundur ann- álsins verið talinn einn maður og Björn Þor- steinsson taldi hann talsverðan rithöfund og hæfileikamann, „þótt þess gætti ekki sem skyldi sökum hins knappa frásagnar- forms sem annálum er sniðið".16 Hér mun hann líklega hafa haft í huga hinar ein- kennilegu frásagnir af ævintýrum Árna biskups Ólafssonar sem Björn virðist hafa verið hrifinn af eins og kunnugt er af sum- um bókum hans. Björn hefur einnig haldið því fram að Nýi annáll sé síðasta íslenska sagnaritið á miðöldum en varla verður ann- állinn flokkaður með sagnaritum eins og hann er nú og því síður hafi frumgerð hans verið með öðrum hætti. En hver hefði haft hagsmuni af því að setja saman slíka skrá? Böndin beinast helst að Birni Þorleifssyni og hans ættmönnum sem voru nánast allt í öllu hérlendis á 15. öld. Björn og Einar bróð- ir hans voru helstu valdsmenn landsins á tímahili og höfðu hirðstjórn um tíma, fóru m.a. með forræði Skálholtsstaðar í fjarveru biskups eftir 1450. Björn var gerður að ridd- ara árið 1457 og hugsanlega tengist annáll- inn/skráin þeim gjörningi. Annállinn fjallar lofsamlega um Þorleif Árnason og Björn Einarsson, föður Björns og tengdaföður, og getur urn norðrrrreið Guðmundar Arasonar, sem var keppinautur þeirra um völd, sem annars er ekki lcunn af fornbréfum fyrr en eftir miðja öldina þótt góssi hans hafi verið skipt fyrr.17 Ekki er tekin afstaða til útlend- inga eftir þjóðerni, þó eru tengslin við kon- ungsvaldið augljós og það eru íslenskir kon- ungsmenn sem nefndir eru til sögunnar. Hvernig Einar ráðsmaður Hauksson tengist þessu fólki er ekki vitað en sonur hans, Haukur, kemur við skjöl um 1460 þar sem hann á í jarðakaupum við Björn og síðar er hann viðstaddur samninga milli sonar hans, Þorleifs, sem virðist þá hafa farið með for- ræði Skálholtsstaðar, og Stefáns Jónssonar í Hruna, ásamt nokkrum helstu mektar- mönnum landsins.18 Telja má víst að Nýi annáll sé ekki sam- tímaheimild þótt hann hyggi að einhverju leyti á gögnum sem hafa orðið til samtímis þeim atburðum sem greint er frá. r 16 Björn Þorsteinsson: Síðasta íslenska sagnaritið á miðöldum, bls. 59. Björn vitnar í Sigurð Nordal og Hermann Pálsson sem báðir hafa haldið því fram að höfundur annálsins væri einn, sjá bls. 55-56. Hannes Þorsteinsson, Annálat 1400-1800 (Nýi annáll), bls. 4. 17 Skrá um eignir Guðmundar er frá 1446, sbr. ís- lenzkt fornbréfasafn IV, bls. 683-94, en vitnisburð- ur um yfirganginn er frá árinu 1460, sbr. íslenzkt fornbtéfasafn V, bls. 215-17. 18 íslenzkt fornbréfasafn V, bls. 241-42, 368. 61 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.