Ritmennt - 01.01.1997, Qupperneq 67
RITMENNT
ANNÁLAR OG HEIMILDIR UM SVARTA DAUÐA
land" en þó nefndir séu aðrir staðir í tengsl-
um við dauðsföll nafngreindra einstaklinga,
t.d. Helgafell, Núpur (í Dýrafirði) og Eiðar,
þá er það engin sönnun þess að plágan hafi
gengið þar. Þessir einstaklingar hefðu getað
dáið annars staðar. Af annálnum verður
elcki ráðið með vissu hve margir hafa dáið af
lærðum mönnum jafnvel þótt hægt væri að
áætla fjölda þeirra fyrir pláguna með nokk-
urri vissu.20 Til þess eru frásagnirnar grun-
samlega staðlaðar, þar sem tölurnar þrír og
sex leika aðalhlutverkin, og óljósar, t.d.
varðandi Þylckvabæ árið 1403. Það kemur
hins vegar glögglega fram að mannfall hefur
verið meira meðal þjónustufólks en meðal
hinna lærðu manna. Athyglisvert er hvað
annállinn segir um mannfall í Kirkjubæ
sem er árfært 1403 en það eru einu tölurnar
sem hugsanlega segja til um mannfall með-
al almennings. Þar segir m.a.:
kuornv þar til kirkiv halfur atte tugur hins sio-
unda hundrads daudra manna. suo talid vard.
Enn sidan uard ecki reiknat fyrir mannfiolda
sakir. suo deydi margt sidan.
Þetta hefur verið haft til marks um
mannfall í plágunni en vegna fjöldans hafa
fræðimenn talið að hér væri eitthvað orðum
aukið.21 Hér er um misskilning að ræða. í
Kirkjubæ hefur sennilega verið til slcrá yfir
greftranir, slcrá yfir látna eða ártíðaskrá eins
og við flestar kirlcjur og klaustur víða
erlendis.22 Telja má líklegt að slíkar skrár
hafi verið til hérlendis, a.m.lc. á stærri stöð-
um. Um það eru þó engar heimildir nema
þessi ummæli í Nýja annál. Klaustrið í
Kirkjubæ var stofnað árið 1186 og ekki er
ólíklegt að svo margar greftranir hafi orðið á
þessum tíma. Annaðhvort hefur bókin ver-
ið uppskrifuð eða hætt hefur verið að skrifa
í hana þegar fjöldi rnanns dó á stuttum
tírna, sbr. „Eyddi stadinn þria tima ad
mannfollci", þar á meðal rneira en helming-
ur klaustursystra. Skráin eða heimild um
hana hefur verið skrásetjara annálsins til-
tæk á sínurn tírna.
Engar sambærilegar upplýsingar eru frá
Skálholti og annállinn er einkennilega rýr
um gang pestarinnar. Annállinn segir ekk-
ert um Svarta dauðann í Hólabiskupsdæmi
og þaðan er fátt tíðinda fyrr en urn og eftir
1419. Hafi höfundurinn verið skrifari bisk-
ups á Hólum og búið þar í nágrenninu, eins
og Björn Þorsteinsson hélt fram, má líklegt
telja að hann hafi haft betri upplýsingar um
pláguna og aðra atburði í biskupsdæminu
sem hefðu þá átt að rata í annál hans. Ann-
állinn greinir til dæmis eklci frá heitgöng-
um, föstum og gjöfum til Guðmundarskrín-
is á Hólum sem Gottskálksannáll segir frá
eða hinum mikla prestadauða sem fornbréf-
in vitna um.23
Niðurstaðan er sú að frumgerð Nýja ann-
áls hefur líklega verið gerð á vegum Björns
Þorleifssonar eða ættmenna hans upp úr
miðri 15. öld. Þá hefur einungis verið urn
skýrslu eða minnisgreinar að ræða sem sett
hefur verið saman af einhverjum pólitísk-
um og eða hagrænum ástæðum. Heimildir
þeirrar samantektar hafa líklegast að miklu
20 Sjá nánar Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartans-
son: Plágurnar miklu á Islandi, bls. 16.
21 Sama rit, bls. 22-29.
22 Caenegem, R.C. van. Guide to the sources of medi-
eval history, bls. 102-103.
23 Heitin og gjafirnar eru árfærð 1403 í Gottskálks-
annál en bréfin sem greina frá þessu eru dagsett sitt
hvorum megin við áramótin 1402-1403, sbr. ís-
lenzkt fornbréfasafn III, bls. 680.
63