Ritmennt - 01.01.1997, Síða 68
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
RITMENNT
leyti komið frá Skálholti og sennilega náð
allt fram að ritunarári. Hvað varð síðan um
skýrsluna er óvíst en um öld síðar er hún,
eða hluti hennar, í vörslu Þórðar Guð-
mundssonar lögmanns sem lætur skrifa
hana upp og kannski bæta við hana upplýs-
ingum sem hann hefur haft undir höndum.
Annállinn er, ásamt fornbréfum, traustasta
heimildin um Svarta dauða hér á landi og
byggir að einhverju leyti á samtímaheimild-
um. Af annálnum verður ekki ráðið hvað
plágan barst víða og hve mikið mannfallið
varð af hennar völdum. Þótt annállinn sé
nokkuð færóur í stílinn og upplýsingar
grautist til þá er hann sennilega áreiðanleg-
ur varðandi meginatriðin.
Vatnsfiarðarannáll elsti
Eins og áður getur var Skarðsárannáll í Skál-
holti á fimmta áratug 16. aldar þar sem
hann var skrifaður upp og bætt við hann.24
Meðal þeirra sem það gerðu var Jón Arason
prestur í Vatnsfirði. Annáll Jóns er nefndur
Vatnsfjarðarannáll elsti. Hannes Þorsteins-
son telur að Jón Arason hafi haft afskrift af
Skarðsárannál undir höndum einhvern tíma
á árunum 1642-48. Annállinn er varðveitt-
ur í handritinu Lbs 347 4to með eigin hendi
Jóns. Fremst í handritinu er uppskrift afa
hans, Magnúsar Jónssonar prúða, á Flateyj-
arannál en síðan kemur önnur hönd, þó
ekki Jóns, á hluta Skarðsárannáls, þ.e. árin
1395-1489, og loks skrift Jóns. Óþeklctu
höndina eignaði Hannes Þorsteinsson Torfa
Jónssyni presti í Gaulverjabæ en Jón Helga-
son hefur mótmælt því að höndin sé Torfa.25
Úr því verður ekki skorið hér og hún kennd
við N.N. Líldegt er að handritið, eða sá
hluti þess sem kemur á eftir skrifum Magn-
úsar prúða, sé einungis uppkast og séra Jón
hafi síðar gert, eða látið gera, nýja uppsknft
af annálnum. Hún hefur þá brunnið ásamt
fleiri gersemum í Kaupmannahöfn 1728.
í útgáfu Bólcmenntafélagsins á Annálum
1400-1800 er skeytt við Vatnsfjarðarannál
elsta ýmsum viðbótum sem runnar eru frá
uppskrift séra Sigurðar Jónssonar á annáln-
um. Það er handritið Lbs 157 4to. Séra Sig-
urður Jónsson var um tíma prestur í Ögur-
þingum en á árunum 1652-57 var hann í
þjónustu séra Jóns í Vatnsfirði. Fremst í
handritinu Lbs 157 4to er afskrift Magnúsar
prúða af Flateyjarannál til 1394, eins og í
Lbs 347 4to, en síðan kemur stuttur formáli
sem dagsettur er 18. desember 1655 og loks
er afskrift Sigurðar af annál Jóns. Um þessa
afskrift segir Hannes Þorsteinsson: 26
Hér er í rauninni elcki um afskript af annál séra
Jóns að ræða, heldur um nýjan annál, að sumu
leyti breyttan að orðalagi og mjög aukinn, sér-
staklega að erlendum tíðindum /.../ Hinsvegar
hefur ritarinn aukið inn í annál séra Jóns fremur
litlu af íslenzku efni og fremur ómarkverðu,
nema nokkrum atriðum um og eptir 1400, sem
virðast vera tekin eptir fornum heimildum.
Hannes nefnir síðan nokkur atriði og segir:
Þessir viðaukar /.../ virðast benda á einhverja
góða sögulega heimild, er ritari B (þ.e. Sigurður)
hefur notað. En Nýjaannál hcfur hann alls ekki
þekkt. Er undarlegt, að ekki skuli vera fleira
24 Hannes Þorsteinsson, Annálar 1400-1800 (Skarðs-
árannáll), bls. 10.
25 Hannes Þorsteinsson, Annálar 1400-1800 (Vatns-
fjarðarannáll elsti), bls. 11. Jón Helgason: Tólf ann-
álagreinar frá myrkum árum, bls. 414.
26 Hannes Þorsteinsson, Annálar 1400-1800 (Vatns-
fjarðarannáll elsti), bls. 14.
64