Ritmennt - 01.01.1997, Page 70
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
RITMENNT
plágan í Hvalfirði," og við 1404: „Það ár yf-
irgeklc plágan á íslandi." Þegar handritið er
athugað kemur í ljós hvaðan þessar setning-
ar eru ættaðar. Afskrift N.N. hefur fylgt
Skarðsárannál en síðar hefur verið bætt við
með annarri hendi, mjög líklega Jóns Ara-
sonar, og öðru bleki tilvitnuðum setning-
um. I afskrift Jóns er ekkert um pláguna
1403 og líklegast hefur verið eyða 1404 en
síðar hefur áöurnefndri setningu verið bætt
við en hún er skrifuó með sama bleki og
viðbæturnar í afskrift N.N. Telja má mjög
sennilegt að hér sé um síðari tíma innslcot
að ræða, þ.e. eftir aó annálagreinarnar tólf
líta dagsins ljós.
Til samanburðar eru hér birtir í heild þeir
kaflar úr Gottskálksannál, Skarðsárannál,
Vatnsfjarðarannál elsta og afskrift séra Sig-
urðar sem eiga við árin 1401-1404.
Gottskálksannál 129
1401 micla plaga. þo xv færi til graftar med ein-
um kom ei heim nema iiij.
1402 heitit morgvm fostum og songum og Mariu
gongum og gefa til Gudmundar skrins.
1403 (Eyða.)
1404 kom Vigfus vt med hirdstiorn og Gudridr
hustru hans xv vetra.
Skarðsárannáll.30
1401 Hófst mikil plága á Islandi.
1402 Stóð yfir á íslandi og gekk sú mikla plága:
þó 15 færi til graptrar með einum, kornu ci heirn
nema fjórir. Þá var heitið mörgu: föstum og
psaltara talnasöngum, Maríugöngum og að gefa
hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa Guðmundar-
skrín.
1403 Askell tók erkibiskupstign í Niðarósi,
tuttugasti þar, en Winolt deyði ári fyrri, erkibisk-
up.
1404 Dó Bonifacius hinn níundi með því nafni,
ríkti 15 ár.
Vatnsfjarðarannáll elsti, með hendi Jóns
Arasonar.31
1401 Hófst milcil plága á íslandi, og hefur þá
dvínað annálaskrif um þann tíma og eptir, sem
vonlegt má virðast.
1402 Stóð yfir á íslandi og gekk sú mikla plága.
Þó xv færi til greptrar með einum, komu ekki
heim nema iiij. Þá var heitið mörgu; föstum og
psaltaratalnasöngum og Maríugöngum og að gefa
hálfa vætt silfurs til Hóla, til að búa Guðmundar
biskups skríni með.
1403 Askell varð erkibyskup í Niðarósi eptir
Vinolt, sa xx þar.
1404 (Eyða.)
Vatnsfjarðarannáll elsti, með hendi N.N. og
viðbótum Jóns.32
1401 Hófst mikla plágan á íslandi og hefur þá
dvínað annála skrif um þann tíma og eftir það.
1402 Stóð yfir á íslandi og gekk sú mikla plága.
Þó xv færi til greptrar með einum, komu eklci
heim nema iiij. Þá var heitið mörgu; föstum og
psaltaratalnasöngum og Maríugöngum og að gefa
hálfa vætt silfurs til Hóla, til að búa Guðmundar
biskups skríni með.
1403 Áskell tók erkibiskupstign í Niðarósi, sa xx
þar, en Winolt deyði ári fyrri, erkibiskup. Þá
kom út plágan í Hvalfirði.
1404 Það ár yfirgekk plágan á íslandi.
29 Tekið eftir Islandske annaler indtil 1578 í útgáfu
Gustavs Storm. Árið 1400 (anno domini mcccc)
hefur verið sett einu ári of snemma í handritinu
þannig að 11 ár eru í fyrsta áratugnum. Storm gerir
grein fyrir þessu í neðanmálsgrein, bls. 369, en
Hannes Þorsteinsson tekur ekki tillit til þess í út-
gáfu sinni á Skarðsárannál, Annálar 1400-1800,
bls. 50.
30 Tekið eftir Annálar 1400-1800 (Skarðsárannáll) í
útgáfu Hannesar Þorsteinssonar.
31 Tekið eftir Lbs 347 4to.
32 Tekið eftir Lbs 347 4to. Það sem er skáletrað er síð-
ari tíma viðbót, sbr. aðaltexta, en Hannes Þor-
steinsson hefur prentað sem upprunalegan texta.
66