Ritmennt - 01.01.1997, Síða 81
RITMENNT
ÍSLENSK BÓKAÚTGÁFA í 30 ÁR
Yfirlitið nær bæði til bóka og bæklinga,
og miðast bæklingur við að vera fimm síður
eða meira. Mjög lítið er um svo smátt efni,
enda eru engin sérprent tekin með. Til bóka
er talið efni sem er 49 síður eða þar yfir. Ut-
gáfunni er skipt upp í 33 efnisflokka og er
einum þeirra, bókmenntum, síðan skipt
upp í níu undirflokka. Þarna er um breyt-
ingar að ræða frá yfirliti Ólafs, bæði vegna
breytinga á flokkun og einnig vegna þess að
töluyfirlit í íslenskri bókaskrá hafa breyst
með árunum. Þeir flokkar sem eru hjá Ólafi
en ekki hér hafa verið felldir inn í aðra
flokka. Einnig eru eyður í yfirliti Ólafs
vegna þess að þeir efnisflokkar hafa verið
teknir með öðrum víðari efnisflokkum.
Meginniðurstöður
Helstu niðurstöður eru þær að á þessu 30
ára tímabili nemur bókaútgáfan 34.578 rit-
um, eða að meðaltali 1.152 ritum á ári. Hins
vegar komu 19.919 rit frá 1887 til 1966, eða
249 rit á ári að meðaltali. Þetta segir í sjálfu
sér ósköp lítið annað en að bókaútgáfa hafi
aukist mjög mikið. Best er að slcoða ákveð-
in tímabil til að sjá þróunina. Ef yfirlitinu er
skipt upp í þrjú 10 ára tímabil lcoma um 790
rit að meðaltali á ári á því fyrsta. Á öðru
tímabili korna út um 1.160 rit á ári, en síð-
ustu tíu árin hafa komið út 1.507 rit að
meðaltali á ári. Þegar tvö síðari tímabilin
eru borin saman við það fyrsta, þá sjáum við
að 370 rit bætast við að meðaltali á fyrra
tímabilinu en 717 að meðaltali á því síðara.
Aftur á móti bætast 347 rit við að meðaltali
á ári þegar borin eru saman annað og þriðja
tímabil. Þetta sýnir að bókaútgáfan hefur
aukist jafnt og þétt hin síðari ár. Eigi að síð-
ur eru sveiflur milli ára, og ef litið er á út-
gáfuna síðustu tíu árin er hókaútgáfan rnest
á árinu 1992, eða alls 1.770 rit, en rninnst
árið 1988, alls 1.246 rit. Næstmest var gefið
út af bókum árið 1995, alls 1.608 rit. Vert er
að taka fram að endanlegur fjöldi rita fyrir
árið 1996 liggur ekki fyrir.
Mynd 1 sýnir árlega bókaútgáfu á íslandi,
og sjást sveiflurnar á 30 ára tímabilinu vel.
Flestir titlar eru gefnir út árið 1992 og fæst-
ir árið 1974.
Einstakir efnisflokkar
Sá efnisflokkur sem kemur rnest á óvart er
málfræði og tungumál, en þar hafa lcomið
samanlagt á 30 ára tímabili 1.615 rit eða
77