Ritmennt - 01.01.1997, Síða 82
HILDUR G. EYLÓRSDÓTTIR
RITMENNT
4,67% af heildarútgáfufjölda 30 ára tíma-
bilsins, á móti 563 ritum á 80 ára tímabili,
eða 2,83%. Þarna kemur til öflug útgáfa
Námsgagnastofnunar og lengri og almenn-
ari skólaganga. Samt verður að hafa í huga
að sum þessara rita hafa trúlega farið undir
flokkinn fræðslumál í fyrra yfirlitinu, enda
fóru kennslubækur þá í 300 flokkinn en
dreifast nú á sín efnissvið. Þetta á við um
alla efnisflokka og því á sama þróun við um
stærðfræðirit. Ritum í flokknum um
fræðslumál fækkar að sama skapi úr 5,57%
niður í 3,96%.
Fæstar bækur hafa verið gefnar út í efnis-
floltknum stjörnufræði og tímatalsfræði, eða
115 rit. Því næst koma ljóðaþýðingar, en 150
verk hafa verið þýdd. Svipað hefur verið gef-
ið út af leikritum, eða 186, og íslenskum
fornritum, þótt þau séu ívið fleiri, eða 195.
Dulspekiritin halda ekki alveg velli og fækk-
ar úr 0,83% niður í 0,66%. Þá er um 281 rit
gefið út sem flokkast undir eðlis- og efna-
fræði og 313 rit voru gefin út um heimspeki
og 327 rit um þjóðfélags- og tölfræði.
Um bókmenntasögu og bragfræði komu
út 352 rit sem er 1,02% af heildarútgáf-
unni. Svipað kemur út um opinbera stjórn-
sýslu, eða 377 rit, og fiskveiðar, 443 rit, en
þau rit halda ríflega hundraðshlutfalli sínu.
Útgáfa ævisagna er alltaf stöðug, þær uróu
flestar árið 1991, eða alls 99. Eins er athygl-
isvert að árið 1985 komu út 92 ævisögur,
en á árunum á undan og eftir voru þær tölu-
vert færri, 62 árið 1981 og 50 árið 1983.
Hvað veldur svona sveiflum er rannsóknar-
vert. Útgáfa rita um listir hefur stóraukist,
eða úr 1,68% í 3,80%. Markaðurinn er
þarna trúlega að koma til móts við þarfir
neytenda.
Hlutfall þjóðsagnaútgáfu hefur lækkað
miðað við heildarfjöldann á þessum tíma-
bilum, þótt ritin séu 300 í fyrra yfirlitinu og
327 í því seinna. Sýnir það kannski að á-
hugasvið lesenda hafi breyst? Útgáfa á trú-
arritum hefur einnig dregist saman hlut-
fallslega, úr 4,81% í 2,76%. Það sama á við
um stjórnmál. Um þau komu út 577 rit, eða
1,67%, á móti 3,50% áður. Heldur hefur
dregið úr sagnfræðiútgáfu, þar fækkar ritum
úr 3,35% af heildarútgáfu í 2,98%. Ritum
um landbúnað hefur fækkað úr 3,03% í
2,15%. Nokkur hlutfallsleg lækkun hefur
einnig orðið á útgáfu rita um félagsmál og
tryggingar.
Vöxtur hefur hlaupið í útgáfu á verk-
fræðiritum, þau voru nú alls 1.334, eða
3,86% á móti 0,78% áður. Það sama á við rit
um hagfræði sem voru alls 1.655 á þessum
30 árum, og er fjöldi þeirra svipaður og mál-
fræðiritanna. Eins hefur útgáfa rita um iðn-
að aukist úr 0,69% í 1,95%. Riturn um
heimilishald eins og matreiðslu hefur fjölg-
aö úr 0,61% í 1,40%.
Frumsamdar ljóðabækur eru alls 1.673
eða 4,84%, sem er þó lækkun frá því á fyrra
tímabilinu, því að þá voru þær 6,31% af
heildarfjölda. Ljóðabækur hafa samt áfram
vinninginn yfir frumsamin skáldrit, sem
eru 1.205 eða 3,48%, í stað 5,66% í fyrra yf-
irlitinu. Hlutfall þessara hókmenntagreina
hefur lækkað töluvert frá fyrra tímabili þeg-
ar miðað er við heildina, þótt titlum hafi
fjölgað á síðara yfirlitinu og fyrra tímabilið
sé töluvert lengra. Flestar frumsamdar
ljóðabækur komu út árið 1995, eða 115.
Flest frumsamin skáldrit kornu út árið
1987, 58 að tölu.
78