Ritmennt - 01.01.1997, Page 87
RITMENNT 2 (1997) 81-106
Erla Hulda Halldórsdóttir
Anna Sigurðardóttir og
Kvennasögusafn íslands
í greininni er fléttað saman þráðum úr lífi dr. Önnu Sigurðardóttur og
Kvennasögusafns Islands. Anna var einn stofnenda Kvennasögusafnsins
árið 1975, hýsti það og veitti því forstöðu í 21 ár, eða til þess hún lést í árs-
byrjun 1996. Anna fékk ung áhuga á kvennasögu og kvenréttindum. Hún
var virkur félagi í Kvenréttindafélagi íslands frá 1947 og skrifaði fjölda
greina um konur, kvenréttindi og kvennasögu í blöð og tímarit. Stofnun
Kvennasögusafns íslands var hápunkturinn á ferli hennar, rökrétt framhald
áratuga starfs hennar. Kvennasögusafn Islands hefur nú verið fellt inn í
Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn í Þjóáarbókhlöðu sem sérstök
eining með sérstaka stjórn og fjárhag. Kvennasögusafn Islands mun áfram
vinna að lífsstarfi dr. Önnu Sigurðardóttur, og eftir markmiðum safnsins,
að safna, skrá og varðveita heimildir er varða sögu kvenna og hvetja til úr-
vinnslu og miðlunar þessara heimilda.
Þegar Kvennasögusafn íslands var stofnað var Anna Sigurðar-
dóttir 66 ára gömul. Á myndum frá stofndeginum virðist
hún hálf feimnisleg gömul kona, með grátt hár og gleraugu og
háan blúndukraga á kjólnum - dæmigerð amma myndi einhver
segja. Og þannig er hún á þeim myndum sem flestir þekkja, í
blúndu- eða blómakjólum með bros á vör. En Anna var ekki að-
eins amma sem veitti kaffi og kökur. Hún var skelegg baráttu-
kona fyrir kvenréttindum og hafði um áratugaskeið haldið til
haga öllu því sem rak á fjörur hennar um sögu kvenna að fornu
og nýju. Hún var konan „scm brúaði bilið milli gömlu kvenna-
hreyfingarinnar og hinnar nýju".1
1 Sigríður Th. Erlendsdóttir: Anna Sigurðardóttir 5. desember 1908 - 3. janúar
1996, bls. 9.
81