Ritmennt - 01.01.1997, Side 88
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
Stofnun Kvennasögusafns íslands markaði upphaf nýs tíma-
bils í ævi Önnu. í stað þess að setjast í helgan stein, eins og ald-
ur hennar gaf tilefni til, gaf hún sig loks óskipta að ævihugsjón
sinni; því starfi að safna heimildum um sögu kvenna og hvetja
til rannsóltna í kvennafræðum. Að auki var hún sjálf að hefja
fræðistörf fyrir alvöru, að skrifa bækur á gamalsaldri að hætti
skáldkvenna fyrri tíðar.
I augum þeirra sem þekktu Önnu Sigurðardóttur og hafa fylgst
með vexti Kvennasögusafns Islands voru þau nánast eitt og hið
sama. „Safnið hennar Önnu", segja margir þegar Kvennasögu-
safnið ber á góma, og líklega eru orð Magdalenu Schram í Veru
1985 lýsandi fyrir hversu erfitt það gat verið að greina á rnilli
Önnu og safnsins: „Anna í Kvennasögusafninu, eða er það
Kvennasögusafnið í Önnu?"2
Það fer því vel á því í þessari grein að raða saman brotum úr
ævi og starfi Önnu, sem þó væri efni í heila bók, og sögu
Kvennasögusafns íslands.
Mótunarár
Anna Sigurðardóttir fæddist að Hvítárbakka í Borgarfirði 5. des-
ember 1908, þriöja í röð tíu barna Sigurðar Þórólfssonar og Ás-
dísar Margrétar Þorgrímsdóttur. Sigurður átti fyrir eina dóttur á
lífi en hafði áður misst eiginkonu og unga dóttur.
Þegar Anna fæddist var faðir hennar skólastjóri lýðháskólans
á Hvítárbakka og hafa þau systkinin án efa notið meiri og betri
menntunar en þá var títt, stúlkurnar ckki síður en drengirnir.
Faðir Önnu taldi konur og lcarla standa jafnfætis hvað greind
varðaði, og hefur sú skoðun hans án efa mótað hugmyndir Önnu
um jafnrétti lcynjanna. Hún virðist að minnsta kosti snemma
hafa látið sér ýmislegt til hugar lcoma sem varla þótti hæfa kon-
um á þeirri tíð. Árió 1917, þegar Kristín Ólafsdóttir tók próf í
læknisfræði, fyrst íslenslcra kvenna, var Anna á níunda ári og
hugsaði sér „að verða fyrsti kvenprestur á íslandi".3 Þá höfðu ís-
lenskar konur haft rétt til guðfræðináms og vígslu frá 1911.
Anna varð þó ekki fyrst kvenna til að nýta sér þau réttindi, held-
ur sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem tók prestsvígslu árið 1974.
2 Magdalena Schram: Kvennasögusafnið 10 ára, bls. 5.
3 í Kvennasögusafni íslands, bls. 2.
82