Ritmennt - 01.01.1997, Page 92
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
Ljósm. Carl Olafsson. -
Kvennasögusafn.
Guðrún Daníelsdóttir (f. 1870]
kennari í Reykjavík var ein
margra kvenna sem kenndi á
gítar. Að sögn Önnu Sigurðar-
dóttur fengust einkum konur
við gítarkennslu, a.m.k. fram-
an af öldinni.
Ólafur hafði sjálfur skrifað Önnu bréf stuttu áður, en hún
hafði sent honum „allmargar spurningar varðandi réttindamál
kvenna". Ólafur átti hins vegar of annríkt til að svara hinum ít-
arlegu spurningum á jafn greinargóðan hátt og hann vildi. Svör-
in urðu því að bíða betri tíma. Ólafur stóðst hins vegar ekki mát-
ið að hrósa frú Önnu á Eskifirði fyrir það að spurningar hennar
væru „svo „juridiskt" orðaðar og hugsaðar, að hver lögfræðingur
væri sæmdur af".13
Á þessum árum tengdist Anna erlendum kvenréttindakonum
sem höfðu án efa mikil áhrif á hana. Meðal þeirra má nefna
Dame Margery Corbett Ashby, sem var formaður Alþjóðasam-
taka kvenréttindakvenna í rúma tvo áratugi. Dame Margery var
fædd árið 1882 og var meðal þátttakenda á fyrsta þingi Alþjóða-
samtakanna í Berlín árið 1904. Hún var afar vel menntuð, las
klassísk fræði í Cambridge og kunni fjölda tungumála. Varla þarf
að nefna að Dame Margery var kvenréttindakona í húð og hár
auk þess sem hún tók virkan þátt í starfsemi Frjálslynda flokks-
ins í Englandi.14 Önnu hefur verið fengur að kynnum sínum af
Dame Margery, konu sem hafði setið sömu kvenréttindaþing og
Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Dame Margery er þó aðeins ein margra
merkiskvenna sem Anna stofnaði til vinfengis við eftir 1950.
Kvenréttindafélag Eskifjarðar
Þátttaka í Kvenréttindafélagi Islands nægði ekki Önnu Sigurðar-
dóttur. Hún vildi færa kvenréttindabaráttuna til Eskifjarðar,
vekja húsmæðurnar þar til vitundar um stöðu sína og réttindi.
Sigrún Sigurðardóttir var ein þessara lcvenna. Hún segir svo frá:
Það var á útmánuðum veturinn 1950 að Anna Sigurðardóttir kom til
mín um kvöld og spurði hvort hún mætti ekki koma inn og ræða við
mig um kvenréttindamál því hún væri að undirbúa það að stofna kven-
réttindafélag á Eskifirði. Við þekktumst þá nánast eltki neitt en að sjálf-
13 Kvennasögusafn íslands. Ólafur Jóhannesson til Önnu Sigurðardóttur 15.
mars 1952.
14 The Macmillan dictionaiy of women's biogiaphy, bls. 25-26. í Itvennasögu-
safninu er að finna bréf Dame Margery til Önnu og einnig afrit bréfa Önnu til
Dame Margery.
86