Ritmennt - 01.01.1997, Page 93
RITMENNT
ANNA SIGURÐARDÓTTIR OG KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
sögðu tók ég erindi hennar vel og var það upphafið að ævilangri vináttu
okkar.15
Eskfirslcar konur tóku hugmynd Önnu vel og því var boðað til
almenns kvennafundar í samkomusal Ungmennafélagsins
Austra þriðjudagskvöldið 21. mars 1950. Tilgangur fundarins var
að stofna kvenréttindafélag og voru allar konur, 16 ára og eldri,
hvattar til að mæta hvort sem þær hefðu „í hyggju að gerast fé-
lagar eða elcki". Anna hélt ræðu á stofnfundinum og benti fund-
argestum á að konur þyrftu enn að berjast fyrir réttindum sínum
því talsvert skorti á að konur og karlar stæðu jafnfætis, t.d. hvað
varðaði laun og tækifæri til menntunar. Kvenfélög og önnur
líknarfélög kvenna hefðu annað að leiðarljósi en jafnréttismál og
því hefði setið á hakanum „að efla andlegan þroska félaganna,
þjálfa hug þeirra til sjálfstæðra starfa og koma fram með hugsan-
ir sínar á skipulegan hátt". í ljósi þessa taldi hún nauðsynlegt að
stofna kvenréttindafélag sem hefði þessi markmið á stefnuskrá
sinni.
Kvenréttindafélag Eskifjarðar var stofnað af ellefu konum
þetta kvöld og Anna Sigurðardóttir kosin formaður. Markmið fé-
lagsins voru í samræmi við markmið Kvenréttindafélags Islands
en einnig að kynna kvenréttindabaráttuna og réttarstöðu kvenna
fyrir félagskonum, efla félagsþroska þeirra og „aðstoða konur á
félagssvæðinu við að ná rétti sínum, ef þörf gerist".16
Kvenréttindafélag Eskifjarðar stóð fyrir hlómlegri starfsemi
næstu árin og urðu félagskonur flestar 30 talsins. Fundur var
haldinn einu sinni í mánuði yfir vetrartímann í kaffihúsinu Ás-
byrgi þar sem rædd voru „kvenréttindamál hér á landi og úti í
heimi og undruðumst við oft hve milcið Anna vissi um þau". Á
dagskrá var meðal annars upplestur á ýmiskonar fróðleik og
skemmtiefni, oftar en ekki frumsömdu, kaffidrykkja og sam-
komur fyrir eldra fólkið.17 Á fimm ára afmæli félagsins árið 1955
15 Sigrún Sigurðardóttir: Anna Sigurðardóttir, bls. 36-37.
16 Kvennasögusafn Islands. AS 115, Kvenréttindafélag Eskifjarðar. (Handskrifuð
ræða Önnu Sigurðardóttur, dags. 21. mars 1950, lög Kvenréttindafélags Eski-
fjarðar dags. 21. mars 1950, fundarboð fyrir almennan kvennafund 21. mars
1950).
17 Sigrún Sigurðardóttir: Anna Sigurðardóttir, bls. 37.
87