Ritmennt - 01.01.1997, Page 96
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
ekki brotakenndar, ein setning hér og önnur þar. Saman mynda
þessi brot sögu kvenna, fylla upp í sjálfsmynd nútímakvenna og
auka skilning karla og kvenna á tilurð nútímans. Þetta skildi
Anna Sigurðardóttir á undan mörgum öðrum. Hún tók undir það
sem allir eru sammála um á hátíðarstundum - að það sé mikil-
vægt að eiga sér sögu. En hún vildi þá að allir ættu sér sögu, kon-
ur jafnt sem lcarlar.
Skömmu fyrir 1950 fór Anna að halda til haga öllu því sem
rak á fjörur hennar og tengdist sögu lcvenna á einn eða annan
hátt. Hún skrifaði niður „heimildir og hugdettur", gjarnan á
pappírinn utan af fiskinum, eða aðra tilfallandi snepla og
geymdi.
í bókinni Konur skrifa var Anna spurð að því hvenær hún
hefði hafið „fræðimennsku í kvennasögu". Svar hennar var hóg-
vært að vanda:
Fræðimennsku? Ég veit ekki hvort það er rétta orðið. - Hvenær það var
man ég alls ekki. Að minnsta kosti var orðið kvennasaga mér óþekkt
hugtak. Eitt sinn datt mér í hug að athuga kjör gyðjanna í goðheimum.
Þá fór ég að bögglast við að lesa Eddukvæðin svo og Snorra-Eddu. Fyrst
skildi ég lítið í kvæðunum, en það sá ég að höfundar Eddukvæða töldu
konur og karla jafnvíg í orðaskiptum í bundnu máli.22
Þannig vann Anna. Hún fékk hugmyndir að rannsóknarefn-
um, spurði spurninga og leitaði svara. Anna las sig í gegnurn
miðaldabókmenntir okkar og smám saman fjölgaði sneplunum
meö athugasemdum um sögu lcvenna. Sjálfri er mér minnisstætt
þegar ég kom í fyrsta skipti á heimili Önnu Sigurðardóttur - og
þar með í Kvennasögusafn Islands - og sá Islenzk fornrit í einni
hillunni. Uppúr bókunum stóð urrnull pappírsmiða sem stungið
hafði verið milli blaðsíðna. „Þarna eru konurnar", hugsaði ég
með mér og hýst við að fleirum hafi orðið starsýnt á bókaraðirn-
ar krýndar pappírsræmum.
Hugmyndir Önnu, sneplar og rannsóknir, tóku með tímanum
á sig heildstæðari mynd og hún tók til við að miðla þekkingu
sinni og rannsólcnum til þjóðarinnar. Hún setti saman útvarps-
erindi, blaða- og tímaritsgreinar og hélt ræður á fundum og ráð-
stefnum - alltaf um líf og kjör kvenna að fornu eða nýju.
22 í Kvennasögusafni íslands, bls. 6-7.
90