Ritmennt - 01.01.1997, Side 97
RITMENNT
ANNA SIGURÐARDÓTTIR OG KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
Kvennasögusafnið stofnað
Kvenréttindafélag íslands hélt 12. fund Samtaka norrænna kven-
réttindafélaga á Þingvöllum dagana 12.-16. júní árið 1968. Þar
hélt Karen Westmann Berg, dósent við háskólann í Uppsölum,
erindið „Nýjar rannsóknir í sögu kvenna"23 og sagði meðal ann-
ars frá kvennasögusafninu í Gautaborg (nú Kvinnohistoriska
Samlingarna) sem stofnað var árið 1958.
Fyrirlestur Karenar varð sem hugljómun fyrir Önnu og hún
tók að velta fyrir sér möguleikanum á að stofna íslenskt kvenna-
sögusafn.24 Stofnun slílcs safns þurfti þó lengri undirbúning en
svo að hugmyndin gæti orðið að veruleika á skömmum tíma.
Þótt persónulegt úrklippusafn Önnu, bækur hennar og tímarit,
væri orðið allmikið að vöxtum þurfti meira til en heimildasafn.
Það þurfti að ræða og ákveða fyrirkomulag slílcs safns - hver
markmið þess yrðu, hver ætti það og ræki, hvernig það yrði fjár-
magnað, hvar það yrði til húsa. Anna ræddi alloft þessi mál við
þær Else Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdóttur bólca-
safnsfræðinga sem voru tíðir gestir á heimili hennar uppúr 1970.
Arið 1974 sáu þær stöllur fram á að Kvennasögusafn íslands gæti
orðið að veruleika. Framundan var alþjóða lcvennaárið 1975 og
mikil vakning í gangi meðal kvenna, ekki aðeins í baráttunni
fyrir jafnrétti, heldur einnig aukinn áhugi á kvennabókmennt-
um og kvennasögu. Framkvæmdastjóri alþjóða ltvennaárs Sam-
einuðu þjóðanna, Finninn Helvi Sipilá, mæltist beinlínis til þess
að „kvennasögustofnunum" yrði komið á fót í aðildarríkjum
samtakanna og í marsmánuði 1974 var haldin ráðstefna í Gauta-
borg um kvennasögusöfn á Norðurlöndum. Frekari hvatningar
þurfti ekki við. Þær Else Mia og Svanlaug fóru á fundinn sem
fulltrúar Islands og strax við heimkomuna hófust þær handa við
undirbúning stofnunar kvennasögusafns, ásarnt Önnu, sem
hugðist leggja til húsnæði og gefa safninu eigið heimilda- og
bókasafn.25 Ákveðið var að safnið yrði sjálfseignarstofnun og var
23 Sigríður Th. Erlendsdóttir. Veröld sem ég vil, bls. 430-31.
24 Sjá t.d. Er ekki öll mannkynssagan karlasaga?, bls. 16-17. Anna segir frá því
í fjölmörgum viðtölum að hugmyndina að stofnun kvennasögusafns hafi hún
fengið eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur Karenar.
25 Um stofnun safnsins má m.a. lesa í Svanlaug Baldursdóttir: Kvennasögusöfn.
Konur sktifa, bls. 205-206 og 208. Einnig minningargreinar Svanlaugar Bald-
ursdóttur og Else Miu Einarsdóttur um Önnu Sigurðardóttur í Morgunblaó-
91