Ritmennt - 01.01.1997, Page 98
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
Kvennasögusafn.
tilgangur þess að „stuðla að því að rannsaka sögu kvenna".
Helstu markmið þess voru að safna, slcrá og varðveita heimildir
um sögu kvenna að fornu og nýju.
A nýársdag 1975, fyrsta degi alþjóða lcvennaársins, var
Kvennasögusafn Islands formlega stofnað á heimili Önnu Sig-
urðardóttur á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík, og veitti hún því for-
stöðu. Það er út af fyrir sig stórmerkilegt að stofna formlegt safn
inni á heimili einstalclings. Enda hefur framlag Önnu til lcvenna-
fræða, hæði stofnun safnsins og rannsóknir, aflað henni frægðar
og virðingar meðal þeirra sem lifa og hrærast í fræðaheiminum.
Sjálf hef ég orðið vör við það að á Norðurlöndunum er nafn
Önnu í hávegum haft. „Hún er goðsögn innan kvennafræð-
anna", sagði ung starfslcona hjá Nordisk institut for kvinne- og
kjonnsforslcning (NIKK) við mig síðastliðinn vetur. Og þegar ég
inu 12. og 13. janúar 1996. Loks má benda á viðtöl við Önnu Sigurðardóttur,
t.d. Er ekki öll mannkynssagan karlasaga?, bls. 16-17. Þá eru varðveitt í
Kvennasögusafninu bréf og ýmsir pappírar tengdir stofnun þess.
í Kvennasögusafninu eru
varðveittar úrklippubækur
sem spanna framboð Vigdísar
Finnbogadóttur til embættis
forseta íslands árið 1980.
Gerður Steinþórsdóttir og Sig-
ríður H. Jónsdóttir söfnuðu
efni í bækurnar og afhentu
Kvennasögusafni íslands til
eignar. Á myndinni eru (talið
frá vinstri) Anna Sigurðar-
dóttir, Vigdís Finnbogadóttir,
Sigríður, Gerður og Svanlaug
Baldursdóttir. Á milli þeirra
liggja úrklippubækurnar.
92