Ritmennt - 01.01.1997, Side 100
HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
bréfa með ýmsum nytsamlegum upplýsingum um sögu kvenna,
þar á meðal bréfið langa til Gerðar. Það er sex og hálf þétt vélrit-
aðar síður, og eins og Gerður segir, stútfullt af upplýsingum. „Ég
geri ráð fyrir", skrifar Anna, „að þetta verði rneira rabb-bréf en
heimildabréf." Færslur Önnu í dagbók safnsins gefa innsýn í þá
miklu vinnu sem hún lagði í að svara fyrirspurnum. Um hréfið
til Gerðar skrifaði hún 14. maí 1977:
Byrjaði á bréfi til Gerðar St. en tók síðan til að slcoða gamlar úrklippur
til að geta sagt henni af umræðum um kvenréttindamál á árunum
1948-1965, eins og hún biður um. Var að því til kl. að verða þrjú og var
ekki búin að fara í gegnum allt, hvað þá flokka það.
Þeim sem þekktu til starfa Önnu ber saman um að „til kl. að
verða þrjú" þýði þrjú um nótt, því kvöldin og næturnar hafi ver-
ið vinnutími hennar. Færslurnar, og afrit bréfsins sjálfs, sýna að
hún skoðaði elcki aðeins þau gögn sem til voru í safninu, heldur
hringdi hún í allar áttir - til systra sinna, vinkvenna eða annarra
sem hugsanlega gátu bætt við vitneskju hennar. Svona vann
Anna, hætti ekki fyrr en hún hafði athugað alla möguleika, og
dytti henni eitthvað nýtt og nytsamlegt í hug síðar sendi hún
bréf eða hringdi. Bréfið til Gerðar er aðeins eitt dæmi af mörg-
um.
Það þurfti svo sem ekki að biðja Önnu um upplýsingar ef hún
vissi af áhuga einhvers á tilteknu efni. Helga Kress prófessor hef-
ur til dæmis sagt frá því að meðan hún dvaldist í Noregi hafi hún
tíðum fengið send ljósrit af hinu og þessu sem Önnu datt í hug
að gæti kornið henni að gagni. Hið sama sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri þegar hún minntist ritstýrutíðar sinnar
við tímaritið Veru, við opnun Kvennasögusafnsins í nýjum húsa-
kynnum á síðasta ári. Frá Önnu bárust ritstjórn Veru ljósrit af
einu og öðru sem hún taldi að yrði til gagns eða fróðleiks.
Fræóikonan
Anna sat ekki daglangt og beið gesta er komu á Kvennasögusafn-
iö eða leitaði uppi heimildir fyrir hina fróðleiksfúsu. Hún var
sjálf á kafi í fræðistörfum og farin að skrifa bækur, líkt og skáld-
konur fyrri tíðar sem ekki höfóu tíma eða kjark til að sinna á-
hugamálum sínum fyrr en börnin voru farin að heiman og