Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 105
RITMENNT
ANNA SIGURÐARDÓTTIR OG KVENNASÖGUSAFN ÍSLANDS
ar til menntamálaráðuneytisins sem hún taldi að gagni koma
þegar telcin yrði álcvörðun um framtíð safnsins og benti um leið
á að konur væru ..helmingur íslensku þióðarinnar. sem nú bygg-
ir sér þióðarbókhlöðu". í bréfum til menntamálaráðuneytis og
fjárveitinganefndar Alþingis næstu árin benti Anna ítrekað á að
Kvennasögusafninu bæri samastaður í Þjóðarbókhlöðunni.34
Helsta markmið Áhugahóps um varðveislu og framgang
Kvennasögusafns íslands var að tryggja safninu framtíðarvist í
Þjóðarbókhlöðunni og létta af Önnu þeirri miklu vinnu og bréfa-
skriftum sem fólust í því að finna safninu samastað. Óhætt er að
segja að Áhugahópurinn hafi innt af hendi mikið og óeigingjarnt
starf í þágu Kvennasögusafnsins, og sú vinna bar að lokum
ávöxt. Árið 1991 var orðið ljóst að Kvennasögusafnið fengi inni
í Þjóðarbókhlöðunni en drög að samningi lágu elclci fyrir fyrr en
á haustdögum 1994. Þegar húsið var opnað til notlcunar 1. des-
ember 1994, var Anna Sigurðardóttir viðstödd, eflaust kát í sinni
þótt enn stæði herbergi Kvennasögusafnsins autt á fjórðu hæð
hússins.
Endanlegir samningar um flutning Kvennasögusafns íslands í
Þjóðarbókhlöðu tókust í ársbyrjun 1996, og 26. mars var undir-
ritaður samningur milli fulltrúa safnsins og Landsbókasafns
íslands - Háskólabókasafns. Þar er kveðið á um að Kvennasögu-
safnið skuli vera sérstök cining innan Landsbókasafns, með
sérstaka stjórnarnefnd og fjárhag til ársins 1999, en þá skal
rekstrartilhögunin endurskoðuð. Bækur og tímarit blandist safn-
kosti Landsbókasafns og handrit verði varðveitt í handritadeild
safnsins. Markmið Kvennasögusafnsins eru þau sörnu og í upp-
hafi: Að safna, skrá og varðveita heimildir um sögu kvenna að
fornu og nýju, stuðla að kvennasögurannsóknum og gefa út skrár
og heimildarit.
Nýr forstöðumaður Kvennasögusafns íslands tók til starfa 1.
september 1996, og er hann kostaður af sérstakri fjárveitingu til
safnsins.
34 Kvennasögusafn íslands. Bréf Önnu Sigurðardóttur til menntamálaráðherra
12. júní 1981, 22. ágúst 1983, 18. febrúar 1984, 16. april 1984, 30. júní 1985,
27. júní 1986 og 20. mars 1987. Bréf Önnu til fjárveitinganefndar Alþingis þar
sem hún nefnir Þjóðarbókhlöðuna: 18. október 1977, 18. október 1982, 24.
október 1983 og 16. október 1984.
99