Ritmennt - 01.01.1997, Page 110
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
RITMENNT
heimildum til að auðvelda þeim rannsóknir sínar sem síðar
kæmu. Hún hvatti óspart ungar fræðikonur til dáða og dáðist að
dugnaði þeirra og atorku.
í viðtali við Morgunblaðið árið 1990 sagðist Anna með starfi
sínu fyrst og fremst reyna „að minna á að þarna sé verlc að
vinna".35 Óhætt er að segja að enn sé verk að vinna. Ennþá liggja
heimildir um líf og kjör kvenna utan opinberra skjala- og bóka-
safna. Bréfin hennar ömmu eða langömmu, ljóðin og sögurnar
sem mamma skrifaði í stílabók fyrir margt löngu finnst sumum
að geti varla verið merkilegt efni, hvað þá saga sem ætti að varð-
veita. Litlu ljóðabækurnar sem hógværar skáldkonur gáfu út
fyrstu áratugi aldarinnar, æviminningar þeirra og skáldsögurnar
sem gagnrýnendum þótti sumum elcki merkilegur pappír. Fund-
argerðir, handskrifuð og prentuð blöð kvenfélaga og annarra
kvennasamtaka, hugmyndir reiðra kvenna í nýju kvennahreyf-
ingunni um jafnrétti, blaðaúrklippur um Vigdísi forseta og við-
tal við Gunnu, sem hefur verið verkakona allt sitt líf. Allt eru
þetta hcimildir um sögu kvenna. Þær segja okkur sögu af lífi
kvenna, ríkra, fátækra, skólagenginna og óskólagenginna, giftra
og ógiftra. Saga þeirra allra skiptir máli fyrir sjálfsmynd okkar,
elcki aðeins sem kvenna, heldur einnig sem þjóðar.
Það er hlutverk Kvennasögusafns íslands að halda áfram lífs-
starfi dr. Önnu Sigurðardóttur - að hvetja til varðveislu þessara
heimilda, skráningar og úrvinnslu.
35 Reyni fyrst og fremst aö minna á aö þarna sé verkefni að vinna, bls. 28.
104