Ritmennt - 01.01.1997, Síða 113
Þorsteinn Þorsteinsson
RITMENNT 2 (1997) 107-118
William Morris og
Kelmscott
A síðastliðnu ári voru hundrað ár liðin frá því að William Morris lést. Landsbókasafn
Islands - Háskólabókasafn minntist ártíðarinnar með sýningu á verkum hans.
Fjallað var um ýmis atriði í ævi og starfi þessa fjölhæfa manns, en einkum var þó
lögð áhersla á tvennt: annarsvegar bókagerð Morrisar - með sýningu á bókum hans
í eigu safnsins - og hinsvegar kynni hans af íslandi og íslenskri menningu, en þau
voru sem kunnugt er merkur þáttur í lífi hans. í þessari grein, sem rituð var í tilefni
af sýningunni, er reynt að meta framlag Morrisar til bókagerðar.
William Morris var margir menn - endurreisnarmaður í húð
og hár þó hans kærasti tími væri raunar síð-miðaldir
fremur en fornöldin. Hann lagði ungur stund á arkitektúr og
myndlist, stofnaði með vinum sínum virta hönnunarstofu og
rak hana síðar einn - hannaði þar ásamt félögum sínum innan-
stokksmuni og híbýlaskraut, teppi, steint gler, veggfóður og
fleira. Hann var einn helsti forspraklci hinnar merku listiðna-
hreyfingar jArts and Crafts), hann var mikilvirkt skáld og þýð-
andi, og slíkur fslandsvinur var hann að hann tók íslenska mið-
aldamenningu langt frammyfir ítalska endurreisn. Hann var
hugsjónamaður í félags- og umhverfismálum, vígreifur sósíalisti
og ,græningi' sem beitti sér af mikilli atorlcu - einlcum á níunda
áratug aldarinnar - fyrir bættum kjörum alþýðu, varðveislu gam-
alla húsa, fegurra umhverfi manna og gegn ljótleilta samtímans
sem hann sá blasa við sér hvarvetna í iðnaðarþjóðfélagi Viktoríu-
tímans. Á síðustu árum ævi sinnar gerðist hann fyrirvaralítið
afar merkur bókahönnuður og útgefandi. Hér verður fjallað lítil-
lega um þennan síðasta þátt ævistarfsins.
Þegar prentverk Morrisar, Kelmscott-prentsmiðjan, tók til
starfa snernma árs 1891 var hann orðinn 57 ára og átti einungis
fimm og hálft ár ólifað. Á þessum stutta tíma og þeim tveimur
árum sem Kelmscott starfaði eftir lát hans komu þaðan 53 bæk-
Prentaramerkin tvö sem Morr-
is hafði í bókarlok að hætti
fyrstu prentara. Efra merkið
er notað í stærri bókunum
(tam. Sidonia og Godefrey) en
hitt í þeim minni (td. Earthly
Paradise). Þriðja prentaramerk-
ið sem Morris gerði má sjá á
mynd á bls. 114.
107