Ritmennt - 01.01.1997, Page 123
RITMENNT
WILLIAM MORRIS OG KELMSCOTT
Útgáfubækui Kelmscott
í eigu Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns
1 Guilelmus: The Histoiy of Godefrey of Boloyne and of the
Conquest of Iherusalem (1893)
Ein af mörgum útgáfubókum Caxtons, fyrsta prentara á
Englandi, sem komu út hjá Kelmscott. 476 bls. í stóru 4° broti
(205 x 286 mm). Letrið er Troy en Chaucer á efnisyfirliti og orða-
lista. Svartur og rauður farfi. Mjúkt pergament með silkibendl-
um. Upplagið 300 eintök á pappír og 6 á bókfell. - Eintak Lbs. er
gjöf frá William Morris og áritað af honum.
2 Meinhold: Sidonia the Sorceress (1893)
Þýðing úr þýsku, gerð af lafði Wilde, móður Óskars Wilde. 470
bls. í stóru 4° broti (205 x 286 mm). Golden-letur. Svartur og
rauður farfi. Mjúkt pergament með silkibendlum. Upplagið 300
eintök á pappír og 10 á bókfell. - Eintak Lbs. er gjöf frá William
Morris og áritað af honum.
3 The Tale of Beowulf (1895)
Bjólfskviða, þýðing úr fornensku eftir William Morris og A.J.
Wyatt. 125 bls. í stóru 4° broti (211 x 290 mm). Grunnletrið er
Troy en Chaucer notað á skýringum, orðalista o.fl. Svartur og
rauður farfi. Mjúkt pergament með silkibendlum. Upplagið 300
eintök á pappír og 8 á bókfell. - Eintak Lbs. er úr safni Benedikts
S. Þórarinssonar.
4 The Works of Geoffrey Chaucer (1896)
Ritsafn Chaucers er tvímælalaust kórónan á útgáfu Kelmscott.
Morris hafði frá upphafi prentverks síns einsett sér að gefa
Chaucer út, en honum lcynntust þeir Edward Burne-Jones í Ox-
ford og tóku við hann mildu ástfóstri. Bólcin var nærri fjögur ár
í vinnslu og kom út nokkrum mánuðum fyrir lát Morrisar.
Slcraut, forstafir og titilsíður eru eftir Morris en 87 myndir (tré-
ristur) eftir Burne-Jones. 558 bls. í arkarbroti (290 x 424 mm).
425 eintök voru prentuð á pappír og 13 á bólcfell. 48 eintölc voru
bundin í svínsleður en hin í léreft. - Eintak Lbs. er úr safni Bene-
dikts S. Þórarinssonar.
5 The Earthly Paradise I-VIII (1896-97)
Langur ljóðaflolclcur eftir William Morris, kom fyrst út á árun-
um 1868-70. Útgáfa hjá Kelmscott hófst skömmu fyrir lát
Morrisar og hann lifði einungis að sjá tvö fyrstu bindin. Verkið
er átta bindi, alls 1487 bls. í meðalstóru 4° broti (162 x 235 mm).
Golden-letur. Svartur og rauður farfi. Mjúkt pergament með
silkibendlum. - Eintak Lbs. er úr safni Benedikts S. Þórarins-
sonar.
117