Ritmennt - 01.01.1997, Síða 124
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
RITMENNT
settu sínu riti. Efalítið er ein ástæðan fyrir áhrifum Morrisar sú
að hann var orðsins maður og fjallaði um málefnið af eldlegum
áhuga og mælsku sem sjaldgæf var í umræðum um bókagerð.
Morris virðist við fyrstu sýn þversagnakenndur listamaður.
Margar hugmyndir hans eru afar ,nútímalegar' og hann hefur
jafnvel verið talinn einn af fyrirrennurum módernisma í arki-
tektúr og hönnun, en mörgum hefur einnig þótt hann úr hófi
fram hallur að miðöldum og horfnum gildum. Vissulega hafa
flestir fremstu listamenn þessarar aldar fremur hlýtt lcalli sam-
tíðarmanns hans, franska skáldsins Rimbaud, sem svo hljóðar: II
faut étre absolument moderne. Krafan um að vera allur af
nútímanum, algjör nútímamaður, hefur verið sterkasta krafa
nútímalistar. Og jafnframt nútímaiðnaðar og tækni. En hvað
felst í þessari kröfu, almennt og fyrir bókagerð sérstaklega? Það
þurfa hugsandi menn reyndar ætíð að endurmeta og skilgreina
uppá nýtt. Eftilvill getur William Morris með starfi sínu og for-
dæmi enn orðið þar að liði.
Helstu heimildir
MacCarthy, Fiona: William Morris. A life for our time. London: Faber
and Faber, 1994.
Mackail, fohn William: The life of William Morris. London: Longmans,
Green &. Co., 1899.
Morris, William: The ideal book. Essays and lectures on the arts of the
book. Edited by William S. Peterson. Berkeley: University of Cali-
fornia Press, 1982.
A note by William Morris on his aims in founding the Kelmscott Press.
London: Kelmscott Press, 1898.
Peterson, William S.: The Kelmscott Press. A history of William
Morris’s typographical adventure. Berkeley: University of California
Press, 1991.
Thompson, Susan Otis: American book design and William Morris.
New York: R.R. Bowker, 1997.
118