Ritmennt - 01.01.1997, Side 126
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
en það sem þeir drógu af forgylling Sonarins gáfu þeir hinu nídda
og rógborna manneðli. Og þá jafnaðist guðfræðin. En vulgus vult
decipi,6 og únitarar urðu kongsins lausamenn, og eru margir
hverjir, fara alt of langt og drukna ýmist í ofviti eða því mótsetta.
Aftur er hinn bezti unitarismus kominn sub rosa7 inn í flest all-
ar aðrar kirkjur til að gagnsýra þær með tíðinni. Því vegna hinna
einfaldari verður að fara varlega.
Jeg bið að heilsa!
Þinn afgamli
0ku-Þórr.
Sendibréf það sem hér birtist er hvorki langt né merkilegt en þó
dularfullt á þann hátt að engin vissa er fyrir því hver ritað hafi
og hverjum. Bréfið hefst á fjörlegri ávarpsvísu og snýst síðan að
rnestu um bók sem lcomið hafði út í íslenzkri þýðingu Vilhjálms
Jónssonar á öndverðu ári 1901 og var eftir danskan ritltöfund,
hlaðamann og fyrrum prest, Henning Jensen (1838-1929). Bókin
nefndist Bernska og æska Jesú og hafði komið út á dönsku árið
1890. Jensen hafði þá gerzt efasemdamaður í trúmálum og geng-
ið úr þjónustu kirlcjunnar. Boðskapur bókarinnar var sá að „Jesús
hafi aldrei verið annað enn maður, og ekkert meira; allt hið yfir-
náttúrlega, sem guðspjöllin segi frá um hann, um getnað hans og
fæðingu, lcraptaverk, upprisu og himnaför, sé ekkert annað enn
noklcurskonar goðsagnir (mythur), sem myndazt hafi í fyrstu
kristni utan um persónu hins mikla meistara, og höfundar guð-
spjallanna hafi síðan rannsóknarlaust sett í rit sín".8
Bréfritari kveðst hafa hripað ritfregn (anmældelse) um fyrr-
greinda bók og biður viðtakanda bréfsins að „taka greinina sem
fyrst". Það er því ljóst að viðtakandi er ritstjóri blaðs eða tíma-
rits, en ekkert í bréfinu bendir til þess hver hann hafi verið. Enn
örðugra virðist að ráða í það hver sendandi bréfsins hefur verið,
en sjálfur ritar hann undir bréfið: „Þinn afgamli 01cu-Þórr."
Hann hefur sýnilega áhuga á trúmálum og er gagnkunnugur
kenningum únítara.
Fyrst í stað slcal nú hugað að sögu þessa bréfs. Sá er þetta rit-
ar fann bréfið meðal einkaskjala í dánarbúi föður síns, séra
6 vulgus vult decipij lýðurinn vill láta blekkjast.
7 sub rosa] í trúnaði.
8 Frikirkjan 3:5 (maí 1901), bls. 79 (í ritfregn um greinda bók).
120