Ritmennt - 01.01.1997, Page 129
RITMENNT
BRÉF ÖKU-ÞÓRS
blaðs sem konur gáfu út á íslandi. Það nefndist Framsókn og
kom fyrst út í janúar 1895.
Bréfritarinn, Matthías Jochumsson; er svo þjóðkunnur sem
skáld að hér nægir að drepa á nokkur aðalatriði í æviferli hans.
Hann fæddist í Skógum í Þorskafirði 1835, varð stúdent úr
Lærða skólanum í Reykjavík árið 1863 og lauk prófi úr Presta-
skólanum þar 1865. Hann var prestur í Kjalarnesþingum
1866-1873, í Odda 1880-1886 og eftir það á Akureyri til 1899.
Síðan dvaldist hann þar sem ástsælt þjóðskáld til æviloka árið
1920. í tilefni 85 ára afmælis hans það ár var hann gerður lreið-
ursborgari Akureyrarkaupstaðar og heiðursdoktor í guðfræði frá
Háskóla íslands.
Viðtakandi bréfsins með nokkurri vissu, Skafti (Björn Skafti
fullu nafni) Jósefsson, fæddist í Hnausum í Þingi 1839, lault
stúdentsprófi úr Lærða sltólanum í Reyltjavílt 1861 og las síðan
lögfræði við Hafnarháskóla, en fór heim til íslands 1872 án þess
að ljúlca prófi. Eftir það starfaði hann lengstum að ritstjórn og
málflutningi. Hann var ritstjóri blaðanna Norðlings á Akureyri
1875-1882 og Austra á Seyðisfirði 1891 til ævilolca 1905. Á
Hafnarárunum var hann liðsmaður Jóns Sigurðssonar og sat í
forstöðunefnd Nýrra félagsrita 1869-1871. Árið 1867 kvæntist
Slcafti Sigríði Þorsteinsdóttur, prestsdóttur frá Hálsi í Fnjóska-
dal, uppeldissystur og síðar mágkonu Tryggva Gunnarssonar.
Brúðkaup þeirra var haldið í Höfn á heimili Jóns Sigurðssonar
slcjalavarðar.17
Margt hefur verið ritað um Slcafta og blaðamennslcu hans, og
slcal hér telcinn upp lcafli úr Óðni sem Þorsteinn Gíslason rit-
stýrði:
Á Hafnarárum Skafta fóru margar sögur af afli hans og var hann þar tal-
inn allra manna sterlcastur. Hann var stór maður vexti og vel vaxinn,
þreklegur og fríður sýnum, og hjelt sjer vel til dauðadags. Glaðlyndur
var hann og ljettlyndur og slccmtinn í viðtali, laus við heiftrælcni, þó
hann ætti stundum í slcærum við ýmsa og í blaðadeilum, cnda var hon-
um milclu tamara að lofa menn en lasta, og í blaði sínu hlóð hann oft
slílcu oflofi á menn, að leita verður í lílcræður til að finna annað eins.18
17 Ódinn, 4. ár, júlí 1908, bls. 28.
18 S.st.
123