Ritmennt - 01.01.1997, Síða 130
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
Hér væri ekki fjarri lagi að minna á það að Þorsteinn Gíslason
skrifaði einhverjar svæsnustu skammir sem sézt hafa í íslenzk-
um blöðum um Skafta Jósefsson á árunum 1899-1904 þegar Þor-
steinn var ritstjóri blaðsins Bjarka á Seyðisfirði.
Svo vel her í veiði að Matthías hefur lýst því á tveimur stöð-
um hvernig fyrstu kynnum hans við Skafta Jósefsson háttaði til,
bæði í Söguköflum og erfiljóði um Skafta. Frásögnin af fyrstu
komunni í Lærða slcólann er svo ljóslifandi og skemmtileg, að
hún verður telcin hér upp í heild:
En mín fyrsta lcoma upp í slcólann varð mér heldur minnisstæð, og
tókst betur en áhorfðist. Þegar ég lcom upp að »blettinum«, stóðu pilt-
ar í fylkingu fyrir dyrum úti og æptu: »Þarna lcemur hákarlaformaður-
inn af Breiðafirði! Hver vill heilsa honum með hnylclc eða hryggspennu?
»Hann kvað vera lcraftaslcáld,« segir annar. »Og göldróttur,« segir sá
þriðji. Ég hafði numið staðar og beið átelcta. »Slcafti! Farðu í hann!«
lcallar þá einn. Þá kemur fram bergrisi einn og þó hinn liðmannlegasti
og segir: »Láti mik fram at Kolskeggih* Ég stíg inn á glímu völlinn og
geng á móti trölla; varð fátt um lcveðjur; vildi hann ná hryggspennutök-
um, en gat elclci, og náðum við báðir réttum tökum. Fann ég óðara, að
hann var rammur að afli, en heldur flaumósa, og skiftumst við fáum
brögðum við áður en ég hóf lcappann upp á klofbragði og dembdi á völl-
inn. Varð þá óp milcið uppi við skólann. Vildi Slcafti reyna aftur, náði nú
»undirtökum« og dró elclci af; laulc svo að ég féll og hann ofan á mig. Við
það urðum við vinir, og nú fékk ég inntölcu og aðgang að öllum þeim
metorðum og »emolumento«, sem lögfullir »busar« með réttu öðlast.19
I erfiljóðum sínum um Slcafta lýsir Matthías glímunni góðu á
þessa leið:
Mætti skólans hörðum her
hreylcinn gumi vestan;
sendu grimmir móti mér
mann sinn norðan beztan.
Knúður var ég garpi gegn,
glumdi hátt í sveinum;
fann ég slcjótt að mæddist megn
móti slílcum beinum.
19 Matthías Jochumsson. Sögukaflar af sjálfum mér, bls. 137-138.
124