Ritmennt - 01.01.1997, Síða 133
RITMENNT 2 (1997) 127-140
Afhending handrita
Halldórs Laxness
á degi íslenslcrar tungu, 16. nóvember 1996
Einar Sigurðsson tók saman
Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, sem jafnframt er fæðingardagur Jónasar Hall-
grímssonar, var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur á árinu 1996, og bar hann þá upp á
laugardag. Landsbókasafn fslands - Háskólabókasafn kaus að helga daginn þessu
sinni formlegri afhendingu á handritum Halldórs Laxness. Haldin var fjölsótt sam-
koma í bókasafninu af þessu tilefni og efnt til sýningar á handritum Halldórs sem
stóð frá 16.-30. nóvember. Birt er hér frásögn af samkomunni, einnig sitthvað af því
sem þar var flutt, m.a. bréf sem Halldór skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn
árið 1919, þegar hann var sautján ára gamall.
Hinn 16. nóvember 1995 samþykkti ríkisstjórn íslands að
tillögu menntamálaráðherra að sá mánaðardagur, fæðing-
ardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði framvegis dagur íslenskrar
tungu.
Menntamálaráðherra skipaði sérstaka framkvæmdastjórn til
að annast skipulag dagsins, en starfsmaður í ráðuneytinu var
verkefnisstjóri.
Að ráði varð að Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn
helgaði þennan fyrsta dag íslenskrar tungu formlegri afhendingu
á handritum Halldórs Laxness, til varðveislu í handritadeild
safnsins.
Svo vel vildi til að dag íslenskrar tungu bar að þessu sinni upp
á laugardag. Var þá boðið til hátíðarsamkomu kl. 15 í ráðstefnu-
sal safnsins og á rýminu þar fyrir framan. Jafnframt var í safninu
efnt til sýningar á völdu efni úr gögnum skáldsins, og stóð hún
út nóvembermánuð.
Hátíðina sóttu hátt á þriðja hundrað manns, og er hún fjölsótt-
asti atburður í safninu síðan það var opnað 1. desember 1994.
Halldór Laxness. Myndin er
úr fórum Stefáns Einarssonar
prófessors, líklega eftir hann
sjálfan, og er í eigu Lands-
bókasafns.
127
L