Ritmennt - 01.01.1997, Page 134
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
Ávarp landsbókavarðar
Dagskrá hennar verður rakin hér í stórum dráttum. Hún hófst
með eftirfarandi ávarpi Einars Sigurðssonar landsbókavarðar:
Þjóðbókasafn hefur ríkar slcyldur um varðveislu þjóðmenningar,
og gildasti þáttur þjóðmenningar er einatt tungan. Þau sannindi
eiga a.m.k. við þegar smáþjóð eins og hin íslenslca á í hlut. For-
ráðamenn þessa bókasafns sem varðveitir allt sem út er gefið á
íslensku hljóta þess vegna að fagna því framtalci Björns Bjarna-
sonar menntamálaráóherra að helga tungunni einn dag ársins og
velja til þess fæðingardag mesta ljóðsnillings íslensku þjóðarinn-
ar.
í önn hversdagsins leiðum við e.t.v. ekki sem slcyldi hugann
að því hvílílcan fjársjóð við eigum í íslenskri tungu og varðveislu
hennar. Ég var minntur á þetta þegar ég átti nýlega stutta sam-
fundi við noklcra lærða menn frá frændþjóðum olckar. Þeir vissu
svo sem mætavel - eða áttu að vita - að tunga fornsagnanna væri
hin sama og töluð er á íslandi enn í dag, en þó var eins og þeir
væru elcki grunlausir um að þessu hefði verið skrökvað að þeim
og vildu því fá mig til að staðfesta það í hjartans einlægni að
hvert læst barn á íslandi gæti án teljandi fyrirhafnar notið rita
Snorra og annarra fornra sagnameistara íslenskra.
Það er við aðstæður sem þessar sem hugurinn reikar til þeirra
sem átt hafa hvað ríkastan þátt í því að íslensk tunga varðveitt-
ist, ekki síst þeirra sem fyrr á öldum skildu sinn vitjunartíma og
stóðu fyrir því að snúa ritum lcirkjunnar á íslensku. En hugurinn
leitar einnig til þeirra sem með ritsnilld sinni hafa á síðari tím-
um átt mestan þátt í því að auðga tunguna. Því var ákveðið að
helga þennan fyrsta dag íslenskrar tungu hér í safni alfarið þeim
nútímahöfundi olckar íslendinga sem hæst ber, Halldóri Lax-
ness.
Halldór Laxness og Landsbókasafn hafa lengi átt samleið.
Safnið hefur í tímans rás dregið saman geysimikið efni sem teng-
ist höfundinum, bæði hans eigin rit og rit um hann og verk hans.
Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar, mun hér á
eftir gera nánari grein fyrir handritaþættinum, en verk skáldsins,
prentuð og óprentuð, hafa við ýmis tækifæri verið kynnt þjóð-
inni á vegum safnsins, bæði með sýningum og með öðrum
hætti. Þannig var til að mynda Árbók Landsbókasafns að miklu
leyti helguð Halldóri Laxness árið sem hann hlaut Nóbelsverð-
128