Ritmennt - 01.01.1997, Blaðsíða 136
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Frú Auður Sveinsdóttir.
Ávarp Auðar Sveins-
dóttur
Við sama tækifæri tilkynnti menn tam á 1 aráðherra, Svavar
Gestsson, að Halldóri Laxness yrði helgaður sérstakur staður í
Þjóðarbókhlöðu þegar þar að kæmi. Það hefur nú verið efnt með
þeim hætti að verkum Halldórs á íslensku og erlendum málum
hefur verið komið fyrir í sérsafnarými safnsins hér á 1. hæð á-
samt fyrrgreindri brjóstmynd. Einnig tillcynnti menntamálaráð-
herra við þetta tækifæri að safninu yrði lagt til nokkurt fé til efl-
ingar söfnun og úrvinnslu gagna varðandi slcáldið og verlc þess.
Þetta framlag greiddi m.a. fyrir því að saman var tekin sú skrá
um ritverk Halldórs sem nýjust er og ég gat urn áðan.
Safnið minntist einnig sjötugsafmælis Halldórs á sínum tíma
með sýningu sem stóð hálfan annan mánuð, og aftur efndi safn-
ið til sýningar áratug seinna þar sem aðalefnið var íslandsklukk-
an, m.a. handrit, minnisbækur og myndverk sem tengdust
samningu hennar.
Rík hefð er fyrir því að skáld og rithöfundar hefji afhendingu
á gögnurn sínum til Landsbókasafns löngu áður en komið er að
starfslokum. Þannig var það einnig um Halldór Laxness, og nú
þegar starfsferli hans er lokið er að því komið að eiginkona Hall-
dórs, frú Auður Sveinsdóttir, afhendi Landsbólcasafni íslands -
Háskólabókasafni formlega handrit og önnur skrifuð gögn eigin-
manns síns.
Þegar frú Auður hafði fært landsbókaverði sérstakt skjal til stað-
festingar á afhendingu handrita eiginmanns síns ávarpaði hún
viðstadda og sagði m.a.:
Eins og flestum mun kunnugt er þetta að því leyti táknræn at-
höfn að flest handrit Halldórs og bréf úr fórum okkar hjóna hafa
verið vistuð hér í handritadeild um nokkurt skeið.
Af þessu tilefni vil ég nú sérstaklega beina athyglinni að þeim
bréfum sem varðveist hafa og hann ritaði móður sinni, Sigríði
Halldórsdóttur, í fyrstu ferðinni til útlanda, en þau hafa ekki fyrr
komið fyrir almennings sjónir.
Halldór missti föður sinn um miðjan júní 1919. Hann ritaði
heim frá Kaupmannahöfn í október þá um haustið, tæplega fjór-
um mánuðum eftir þann atburð. í því hréfi kemur frarn hverjar
tilfinningar hann bar til föður síns. Þær lét hann aldrei í ljós op-
i
130