Ritmennt - 01.01.1997, Side 137
RITMENNT
AFHENDING HANDRITA HALLDÓRS LAXNESS
inberlega fremur en annað sem honum var mjög viðkvæmt eða
tilfinningabundið.
Frú Auður bað síðan Baldvin Ffalldórsson leikara að lesa brot úr
umræddu bréfi og fer það hér á eftir:
Kaupinhöfn
Stóru-kongensgade 96, 3,
10. október 1919.
Elsku mamma mín! Sæl og blessuð! Nú ætla ég að skrifa þér
nokkrar línur, því að nú eru skipagöngurnar aftur komnar í gott
lag og verkfallið hætt, og ég get sent bréf. Ég ætla að láta þig vita
að mér líður ljómandi vel, er gaddfrískur og uni mér það allra
bezta. - Mér verður oft hugsað heim og ég óska þá af öllu hjarta
að ykkur líði vel, og að þið séuð glöð og heilbrigð.
Ég er fjarska rólegur við mín störf, eins og þú veizt þegar ég er
að skrifa. - Síðustu tvo dagana get ég varla sagt að ég hafi lcom-
ið út fyrir hússins dyr, ég hefi alltaf verið að skrifa og lesa.
Ég man ekki hvort ég sagði þér frá því í seinasta bréfi að blað
eitt hér í Kaupinhöfn flytur eftir mig sögu sem ég hef skrifað á
dönsku.
Ég á hér ágætan vin í Kaupmannahöfn, sem ég hefi kynnst síð-
an ég kom hingað, hann heitir Karl Sigvaldason, og er í kompaníi
með Árna Einars, maður á fertugsaldri, ljómandi vel greindur og
stiltur maður. Hann þekkir marga hér í Kaupmannahöfn, er gift-
ur og búsettur hér, á danska konu, og er ýrnsu kunnugur. Hann
ætlar að útvega mér forlag fyrir söguna sem ég er að skrifa núna,
og skrifa jöfnum höndum á dönsku og íslenzku, og ætlar að
reyna við Gyldendal, stærsta forlag á Norðurlöndum, þar sem
hin íslenzku skáldin hafa skrifað fyrir, bæði Jóhann Sigurjónsson
heitinn og Jónas Guðlaugsson, Gunnar Gunnarsson og Guð-
mundur Kamban. Ef það lukkast, þá er ég alveg sloppinn. Ég er
altaf að hugsa um að reyna að hafa ofan af fyrir mér sjálfur. En
það getur ekld komið alt í einu, með þeim hætti sem ég vinn. Ég
verð að skrifa og skrifa af kappi, en fæ ckki neitt fyr en ég er bú-
inn að ljúka við bókina.
Ég vona nú að bókin mín seljist vel, „Barn náttúrunnar", hún
er þannig úr garði gerð. Ég býst við að hún sé komin á markaö-
Bréf Halldórs til módur
sinnar 1919
/TUy't-si ,
/Ú v - 1.
/b. /*7-
, /súc-í.. ry ’—t- CC (
* j . i |
Aj- i'
<L+t, ec, óc-J'
■Zr f r * ' f' ^ (/' '
C ( ‘V’ ^ -
. * / t. A ,
iT'*, -c-e-t-t—i
ít-a/L. - (?.'
.-Utwl-íV
t~ -X-C c t-
‘9 C#
íG/Ovv é-Æ-e.
.-y..
Upphafið á bréfi Halldórs til
móður sinnar 10. október
1919.
131