Ritmennt - 01.01.1997, Síða 139

Ritmennt - 01.01.1997, Síða 139
RITMENNT AFHENDING HANDRITA HALLDÓRS LAXNESS En ég hélt áfram að elska hann og geri það enn þann dag í dag, og ég mun altaf elska hann, og þakka hamingjunni fyrir hvað ég hefi átt góðan föður, og hvað ée á enn góðan föður, því að ég finn að hann er enn sá sami góði og elskuríki pabbi minn, eins og hann var, meðan hann var hjá okkur. Þetta hafði ég fundið með sjálfum mér strax frá því hann dó, þó ég fyndi strax að ég hefði mikils mist, og dauði hans yrði ef til <vill> okkur til vandræða. En mér fannst það svo óttalega lít- ilmannlegt að gráta yfir eigin raunum og eigin vandræðum. Ég mintist sjaldan eða aldrei á þetta við þig um þessar mund- ir, ég gætti þess að tala sem sjaldnast um hann við þig, af því ég hélt að ég mundi ýfa upp sár þín við að minna þig á hann, því ég vissi líka, að enginn hafði mist eins mikið og þú, og ég var feg- inn yfir hvað þú þó barst þig vel, og ég frétti utan að mér úr mörgum stöðum að þú hefðir borið þig eins og hetja og eins litlu telpurnar, um mig var ekkert að segja. Fólk hefur líklega haldið eftir framkomu rninni og öllu framferði í vor, að mér hefði stað- ið hjartanlega á sama. En ég er nú svo heppinn að geta látið mér í léttu rúmi liggja það sem fólk segir, því það er svo hörmulega vitlaust, og það má gjarnan sigla sinn sjó, á sinni heimsku mín vegna. En nú segi ég þér þetta, mamma mín, vegna þess að mér finnst orðið mátulega langt um liðið og ég veit að þú ert orðin rólegri, og sár þín tekin að gróa. En nú líður varla svo nokkur klukkutími, að ég hugsi ekki til föður míns og mig dreymir hann svo oft á næturnar. Mig langar til að skrifa þér og segja þér frá því, þegar ég sá hann í síðasta sinn. Það var á annan í hvítasunnu. Þá var byrjað að prenta bókina rnína, og ég átti að lesa fyrstu prófarkirnar dag- inn eftir. Það var inndælt veður, sólskin og vorhlýja, og léttar áleiðinga- skúrir öðru hverju. Urn miðdaginn datt mér í hug, að það væri annars gaman að skreppa upp að Lágafelli, því að það átti að vera þar altarisganga og messugjörð. Ég náði í þrjá kunningja mína og var Hagalín einn af þeim og keyrðum við svo upp eftir í híl og lá vel á okkur eins og þú getur nærri. Við komum í kirkjuna í miðri prédikun og stóðum þar meðan á athöfninni stóð. Ég skygndist um eftir pabba en sá hann eklti, en bjóst þó við að hann væri þar, 133
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.