Ritmennt - 01.01.1997, Side 141
RITMENNT
AFHENDING HANDRITA HALLDÓRS LAXNESS
Svo fer ég nú að hætta í þetta sinn. Það er kominn háttutími
og ég fer nú að sofa. Skilaðu kveðju minni til kunningjanna á
bæjunum í kring, þú getur gjarnan sagt þeim að ég hafi það eins
og steilctur engill, ef þá langar noklcuð til að vita hvernig mér líð-
ur, þá geta þeir brotið heilann um hvernig steiktur engill muni
hafa það.
Svo bið ég að heilsa öllum á heimilinu, - segðu mér svo hvaða
fólk þú hefur í vetur, - og bið að heilsa ömmu og Magnúsi, ef þau
tóra, og Helgu og Siggu, og segðu Siggu að skrifa mér. Svo bið ég
að heilsa til Davíðs og Arna og allra kunningjanna niður frá og
Sveins í Tungu og Boga. Vertu svo blessuð og sæl og líði ykkur
öllum sarnan vel og gangi ykkur alt að óskum.
Þinn elskandi
Dóri.
Þessu næst flutti Ögmundur Helgason, forstöðumaður handrita-
deildar, eftirfarandi ávarp:
Á þessu ári eru liðin 150 ár frá því stofnað var til handritasafns
innan Stiftisbókasafnsins hér í Reykjavílc sem nú ber nafnið
Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn.
Af þessu tilefni hafa verið haldnar tvær „afmælissýningar"
fyrr á árinu. Á hinni fyrri gat að líta sýnishorn af þeim handrit-
um sem keypt voru úr dánarbúi Steingríms Jónssonar biskups og
mynduðu frumstofn safnsins. Á hinni síðari voru sýndir margir
helstu dýrgripir sem varðveittir eru innan veggja handritadeild-
ar, allt frá fyrri tímurn og fram á þessa öld. Ákveðið hefur verið
að þessi dagur, 16. nóvemher, sem er fæðingardagur fónasar Hall-
grímssonar slcálds, skuli hér eftir verða dagur íslenskrar tungu.
Við höldum hann nú hátíðlegan í fyrsta sinn hér í safni með því
að veita formlega viðtöku handritum Nóbelsskálds olclcar, Hall-
dórs Laxness, og opnum urn leið þriðju handritasýninguna, sem
einnig er helguð þessum sögulega viðburði.
Eftir dauða Árna Magnússonar, handritasafnarans mikla í
Kaupmannahöfn, árið 1730 hafði lítt verið sóst eftir íslenskum
handritum af safnendum erlendis eða til eignar erlendum söfn-
um. Á hinn bóginn var löngu orðið tímabært að safna og finna
opinberan samastað þeim leifum fornra fræða sem enn fyrir-
fundust hér í landi, ásamt yngri afslcriftum af eldri ritum, sem og
Ávarp forstöðumanns
handritadeildar
135