Ritmennt - 01.01.1997, Síða 142
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
síðari tíma efni er margfaldast hafði við aukið framboð af sífellt
ódýrari pappír.
Þá er þess að geta að næsturn ekkert hafði verið gefið út af
öðru en kristilegu efni þótt liðnar væru um það bil þrjár aldir frá
því prentverk var flutt til landsins, svo að segja má að hér hafi
enn verið það sem nefna mætti handritaöld hvað viðvék verald-
legum bókmenntum. Einnig urðu fljótlega svo fágæt eða ef til
vill fremur að kalla eftirsótt ýmis þau ritverk sem sett höfðu ver-
ið á þrykk að bókhneigðir menn slcrifuðu upp texta þeirra, og
gengu þau því jafnframt í afskriftum meðal fróðleiksþyrstrar al-
þýðu. Eru dæmi um það að sumar þessara bóka séu nú jafnvel
eingöngu varðveittar í uppskriftum hér innan veggja Landsbóka-
safns.
Þegar fram liðu stundir varð handritasafn Landsbókasafns
langstærsta safn íslenskra handrita. Þar er nú meðal annars að
finna eiginhandarrit flestallra nafnkenndra íslenskra skálda og
rithöfunda, að minnsta kosti frá því á rómantíska tímabilinu á
fyrri hluta 19. aldar og allt til þessa dags - eða með öðrum orð-
um frá Jónasi Hallgrímssyni til Halldórs Laxness.
Fyrstu handrit Halldórs Laxness sem bárust handritadeild
komu reyndar ekki frá honum sjálfum, lieldur Sigurði Nordal
prófessor um 1960. Það var íslandsklukkan, sem Halldór hafði
gefið Sigurði. Aður hafði þetta handrit verið léð Konungsbók-
hlöðu í Stokkhólmi þar sem Peter Hallberg tók það til rannsókn-
ar, en hann ritaði síðan langa grein um niðurstöður sínar í Árbólc
Landsbólcasafns, sem út kom árið 1957. Sigurði bjó manna ljós-
ast í huga hvar þessari þjóðargersemi bæri endanlegur varð-
veislustaður.
Upp úr 1960 hóf Halldór einnig að vista handrit sín í handrita-
deild, og kom útgefandi hans, Ragnar Jónsson, þar jafnframt við
sögu. Eftir að Halldór missti heilsuna hefur Auður kona hans
gert gangslcör að því að færa öll gögn hans hingað til varðveislu.
Verður henni seint fullþakkað. Auk sjálfra handritanna að verk-
um Halldórs ber helst að nefna stórt bréfasafn sem án efa mun
verða fræðimönnum drjúgur rannsóknasjóður á komandi árum.
Eins og gefur að skilja er mikið starf fyrir höndum innan
handritadeildar að gera handrita- og bréfasafn Halldórs Laxness
aðgengilegt fræðimönnum. Skráningu og frágang svo mikils
safns má telja í mörgum mannmánuðum, jafnvel mannárum,
136