Ritmennt - 01.01.1997, Page 143

Ritmennt - 01.01.1997, Page 143
RITMENNT AFHENDING HANDRITA HALLDÓRS LAXNESS svo að notað sé nútíma orðalag. Þar sem handritadeild hefur ekki haft á að skipa of rniklum mannafla, hefur verið reynt að fá styrki til sérstakra stórverkefna á horð við Halldórssafn. í vor fékkst slílcur styrkur úr Nýsköpunarsjóði íslenskra námsmanna, og var Skúli Björn Gunnarsson íslenskunemi ráðinn til starfa á meðan fé entist til verksins. - Fólk getur gert sér ljósa þá óvæntu ánægju sem við urðum aðnjótandi hér í handritadeild þegar í ljós kom að það var sá hinn sami Skúli sem hlaut nú á haustdögum bókmenntaverðlaun þau sem við Halldór eru kennd. Satt að segja fer maður stundum að efast um tilviljanir! Óþarft er að fara mörgum orðum um rithöfundarferil Halldórs Laxness svo kunnur sem hann er með þjóðinni. Halldór gaf út fyrstu bók sína aðeins 17 ára að aldri árið 1919. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1955 er skipuðu honum á bekk með helstu rithöfundum þessarar aldar. Síðasta frumsamda verk hans kom út 1980. Ritsafn Halldórs losar nú 50 bindi í út- gáfu Vöku-Helgafells. Arið 1993 höfðu verk hans verið þýdd svo að kunnugt væri á 42 tungumál, samkvæmt skrá Sigríðar Helga- dóttur sem birtist það ár í Árbók Landsbókasafns. Þegar bókaunnendur leiða hugann að verkum ritsnillinga á borð við Halldór Laxness verður þeirn gjarnan á að ímynda sér að slíkir höfundar hafi ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum. Svo sjálfsagður sem textinn lítur út fyrir augum hins aðdáunarfulla lesanda er því líkast sem verkin hafi sarnið sig sjálf. Þessu er þó sjaldnast varið á þann veg. Því aðeins verða menn afburðamenn að þeir beiti sig þrotlausum aga í að kalla má óendanlegri glímu við verk sín. Á þann hátt verða til hin mestu listaverk hvort sem um er að ræða orðsins list eða aðrar listgreinar. Halldór Laxness hefur sjálfur sagt frá því hversu hugur hans tók að hneigjast til skrifta á ungum aldri. Ekkert hefur varðveist af þeim bernskuskrifum, enda kveðst hann hafa brennt þeim öll- um 12 ára gamall þegar hann fór í fyrsta skipti að heiman í skóla. Elstu skrif hans sem mér er kunnugt um og nú munu varðveitt hér í handritadeild eru bréf frá honum til Höllu Jónsdóttur, kennslukonu hans, frá 1915 og bréf til móður hans eftir að hann hleypti heimdraganum og hélt til útlanda árið 1919. Næst er að nefna dagbólt frá dvölinni í Saint Maurice klaustri í Clervaux í Lúxemborg frá árunum 1923 sem gefin liefur verið út undir nafn- inu Dagar hjá munkum. 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.