Ritmennt - 01.01.1997, Page 148
GJAFIR AUSTURRÍKISMANNA
RITMENNT
Liósm. H.B. - Landsbókasafn.
Hans Dostal, verkfræðingur
og formaður Austurrísk-ís-
lenska félagsins, í ræðustóli.
Prófessor Helmut Neumann
túlkar ræðu hans.
J.C. Poestion. Lágmynd eftir
Einar Jónsson.
opnað til notkunar var tilkynnt að Austurríslc-íslenska félagið í
Vínarborg mundi hlutast til um bókagjöf til safnsins er næmi að
verðgildi rúmlega 500 þúsundum íslenskra króna. Akveðið var
að uppistaðan í gjöfinni yrði rit sem tengdust á einhvern hátt
samskiptum beggja þjóða, hinnar austurrísku og íslensku, á sviði
lista, bókmenningar eða vísinda.
Til undirbúnings ritavalinu var Helmut Lugmayr M.A., Aust-
urríkismaður sem búsettur er á íslandi, ráðinn til að lcoma upp
ritaslcrá út frá fyrrgreindum forsendum. Var stuðst við þessa skrá
eftir því sem unnt var þegar efnt var til gjafarinnar, en að öðru
leyti heldur skráin gildi sínu til frambúðar til útvegunar á efni
sem ekki var tiltælct nú. Þá var aukið við gjöfina góðu úrvali
austurrískra tónverlca eins og að ofan greinir. Þegar austurríski
menningarmálaráðherrann kom hingað í opinbera heimsókn við
upphaf Listahátíðar lét hún verða sitt fyrsta verk að afhenda gjöf-
ina að viðstöddum nokkrum tugum gesta. Jafnframt var í safn-
inu efnt til sýningar á gjöfinni og stóð hún nokkrar vikur.
Josef Calasanz Poestion
Hinn austurríski menningarfrömuður Josef Calasanz Poestion
(1853-1922) gekk á sínum tíma ötullega fram í því að ltynna
löndum sínum íslensk málefni, með greinasltrifum, þýðingum
og ekki síst hinu umfangsmikla yfirlitsriti Island, das Land und
seine Bewohnei.
Poestion átti bréfasldpti við fjölda íslendinga, og er töluvert af
bréfum og öðrum gögnum sem tengjast honum varðveitt í lrand-
ritadeild Landsbóltasafns. Sýnishorn þess var á sýningu þeirri
sem efnt var til vegna ofangreindrar bókagjafar. Þar var einnig
sýnd afsteypa af lágmynd sem Einar Jónsson gerði af J.C.
Poestion og Helmut Neumann gaf safninu nýlega. Frummyndin
er á leiði Poestions í Vínarborg.
í áttliagasafni fæðingarbæjar J.C. Poestions, Bad Aussee, liefur
verið innréttað sérstakt Poestion-herbergi honum til heiðurs og
til að minnast um leið íslands. Þar er auk liandrita ltomið fyrir
prentuðum ritum og ýmsum munurn sem tengjast Poestion. Eru
þetta alls 559 númer, svo sem nýleg sltrá er til vitnis um, sarnan
tekm af frú Eriku Selzer, sem unnið hefur að málefninu af áhuga
142