Ritmennt - 01.01.1997, Page 150
GJAFIR AUSTURRÍKISMANNA
RITMENNT
Erhard Meier, Evrópusam-
bandsþingmaður frá Bad
Aussee, afhendir Einari Sig-
urðssyni landsbólcaverði ljós-
ritað eintak af dagbókum J.C.
Poestions frá Islandsferð hans
1906.
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Dr. Hermes Massimo afhend-
ir Landsbókasafni bækur sín-
ar 27. ágúst 1996.
minnast fimmtíu ára afmælis lýðveldis á íslandi efndu félög ís-
lendinga og íslandsvina í Austurríki til hátíðahalda í Bad Aussee
árið 1994.
Meðal þeirra gagna sem varðveitt eru í átthagasafninu í Bad
Aussee eru dagbækur J.C. Poestions frá íslandsferð hans 1906.
Frú Selzer lét ljósrita dagbækurnar og binda inn vandlega. Af-
henti Evrópusambandsþingmaðurinn Erhard Meier frá Bad Aus-
see Landsbókasafni þetta eintak með kveðju frá borgarstjóra
staðarins, þegar hann var hér á ferð 1. júlí 1996. Skriftin á dag-
bókunum er býsna torlesin, en frú Selzer vinnur að því að afrita
þær, og þess mun Landsbókasafn njóta þá lokið verður.
Hermes Massimo
Dr. Hermes Massimo hóf að venja komur sínar til íslands árið
1974, þá á sextugasta aldursári, og eyddi upp frá því sex vikum
til þremur mánuðum á hverju sumri í samfleytt tólf ár í göngu-
ferðir um landið, ávallt einn síns liðs. Mun sá rnaður vandfund-
inn, innlendur eða erlendur, sem víðar hefur farið um ísland.
En áhugi Hermesar á íslandi er ekki bundinn við náttúruna
eina, heldur og menningu og mannlíf. Síðan hann lét af reglu-
bundnum gönguferðum um landið hefur hann stundað sumar-
vinnu í Háskólabókasafni og síðar hinu nýja safni í Þjóðarbók-
hlöðu. Gerði hann sér auk þess sérstaka ferð til íslands til að
vera við opnun safnsins 1. desember 1994. Hermes er nú 82 ára
og eru Islandsferðir hans orðnar 26 á 24 árum. Hermes er gædd-
ur rniklu þreki enda þótt hann slasaðist illa í heimsstyrjöldinni
síðari. Að þeim hildarleik lolcnum hélt hann áfram háskólanámi
og laulc doktorsprófi í heimspeki árið 1948. Eftir það stundaði
hann aðallega bólcasafnsstörf, m.a. í þjóðbókasafninu í Vínar-
borg. Hermesi safnaðist allmikið af bókum um dagana. Hann á-
kvað að færa Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni bækur
sínar að gjöf, þær sem safnið átti ekki fyrir, og afhenti hann þær
sumarið 1996, alls 350 bindi.
Menningarmálaráðuneytið í Vínarborg aðstoðaði við pölckun
bókanna og kostaði flutning þeirra til Islands. Það var góður og
þakkarverður atbeini til viðbótar annarri greiðasemi ráðuneytis-
ins við safnið. En sérstaklega þaklcar bókasafnið gefandanum, dr.
144