Ritmennt - 01.01.1997, Page 151
RITMENNT
GJAFIR AUSTURRÍKISMANNA
Hermesi Massimo, bæði fyrir bækurnar og raunar ekki síður fyr-
ir einkar ljúfa viðkynningu undanfarin tólf ár.
Austuníska utanríkisráðuneytiö
Menningarmáladeild austurríska utanríkisráðuneytisins hefur
ekki látið sitt eftir liggja þegar um það er að ræða að treysta hér
miðlun þekkingar á austurrískum málefnum, því að þaðan bárust
tvívegis bókagjafir með hálfs annars árs millibili. Hina fyrri af-
henti þáverandi sendiherra Austurríkis á íslandi, dr. Franz
Schmid, 21. nóvember 1995, en hin síðari var afhent af þeim
sendiherra sem við tók af honum, dr. Robert Marschik, 16. júní
1997. Aðalræðismenn Austurríkis á íslandi hafa haft meðalgöngu
um gjafirnar, fyrst Ludwig Siemsen, en síðan Árni Siemsen. Sam-
tals er um að ræða um 250 bækur og myndbönd, og eykur það
gildi gjafarinnar að safninu hefur gefist kostur á að velja í megin-
atriðum það efni sem gefið var. í þeim efnum hafa kennarar í
þýsku veitt ágæta aðstoð, einkum dr. Oddný Sverrisdóttir dósent.
Einar Sigurðsson
1
■' H /'M
I t': r
rrn } y 1 £ —
ii íi J|ð
. fl ini
iiill í
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Frá vinstri: Árni Siemsen að-
alræðismaður, dr. Robert
Marschik sendiherra, Einar
Sigurðsson landsbókavörður
og dr. Oddný Sverrisdóttir
dósent.
145