Ritmennt - 01.01.1997, Page 155
RITMENNT
ÍSLANDSKORT Á NETINU
Forn Islandskort
Öll forn íslandskort (frá því fyrir 1900) í eigu
Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns hafa
verið yfirfærð á stafrænt form og eru aðgengileg
hér. Ljóst er að safnið á ekki öll kort sem gerð
hafa verið af Islandi fyrir þennan tíma. Það er ósk
safnsins að geta birt þau og eru þeir sem hafa
vitneskju um kort sem ekki finnast hér beðnir um
að senda athugasemd til safnsins. Hverju korti
fylgir stutt söguleg lýsing á íslensku og ensku.
Bordone, Benedetto. Islanda. Feneyjar 1547.
ISIDLO
Samstarfsaðilar
Verkefnið var unnið í samvinnu við NDLC (Nordic Digital Library Center) sem er ein
af þekkingarmiðstöðvum NORDINFO (Norrænu samvinnunefndarinnar um vísindalegar
upplýsingar). NDLC er rekið sem deild innan Þióðbókasafns Norees. Landsbókasafn
Islands - Háskólabókasafn sá um alla vinnu sem viðkom kortunum sjálfum, svo sem
myndatöku, rannsókn á sögu þeirra, flokkun og skráningu. Ljósmyndir af kortunum
voru sendar til NDLC þar sem þær voru yfirfærðar á stafrænt form. Safnið varðveitir
stafræn eintök af kortunum og sér um birtingu þeirra á Netinu.
Styrktaraðilar
Verkefnið naut styrks frá Nysköpunarsióði námsnuinnn og NORDINFO.
Landsbólcasafn á gott úrval af sögulegum íslandskortum, og
eru þau elstu frá því um 1540. Sú eign jókst verulega þann 1. des-
ember 1995, á ársafmæli safnsins, er bankar og greiðslukortafyr-
irtæki á íslandi keyptu íslandskort Kjartans Gunnarssonar lyf-
sala og afhentu safninu til eignar. Fyrsta skrefið að þessum
mikla ávinningi fyrir safnið hafði Samband íslenskra sveitarfé-
laga stigið vorið 1995 þegar það minntist 50 ára afmælis síns
með því m.a. að gefa safninu 12 valin kort úr eigu Kjartans.1 Að
meðtalinni þessari gjöf á Landsbókasafnið um 220 kort af íslandi
frá upphafi til ársins 1900. Kortin eru ýmist eingöngu af íslandi,
sýna ísland ásamt öðrum löndum eða hafa íaukakort af íslandi.
Heimasíða verkefnisins.
1 Sjá: Verðmætt safn íslandskorta gefið Landsbókasafni íslands - Háskólabóka-
safni. Ritmennt 1 (1996), bls. 53-67.
149