Ritmennt - 01.01.1997, Page 158
ÍSLANDSKORT Á NETINU
RITMENNT
hvert kort í töflunum eru nafn höfundar og korts, útgáfustaður,
útgáfuár og stærð. í öðru lagi er hægt að finna ákveðið kort með
leit þar sem slegið er inn efnisorð eins og nafn kortagerðarmanns
eða útgefanda og geta notendur þrengt leit eftir álcveðnu tímabili
eða útgáfulandi. Þegar mynd af korti er komin á skjáinn er hægt
að stækka einstaka hluta hennar. Slóð verkefnisins á Netinu er
http://www.bok.hi.is/kort.
Það er ljóst að Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn á
ekki öll kort sem gerð hafa verið af íslandi fyrir 1900. Það er hins
vegar óslc safnsins að geta veitt aðgang að sem flestum þeirra og
það hefur því áhuga á að komast í samband við þá sem eiga kort
sem eltki eru birt sem hluti af þessu verkefni. Um frelcara fram-
hald er það að segja að næst liggur fyrir að athuga möguleikann
á því að færa yfir á stafrænt form herforingjaráðskortin svolcöll-
uöu, þ.e. kort sem danskir landmælingamenn gerðu af landinu á
fyrri hluta aldarinnar. Samstarfsaðili Landsbólcasafnsins í Mo i
Rana hefur milcinn áhuga á að kanna vilja hinna Norðurland-
anna til samvinnu um að færa söguleg kort þeirra í stafrænt
form. Ef af því verður mun þetta verkefni verða undirstaða þess.
Af hálfu Landsbókasafns unnu eftirtaldir starfsmenn að verk-
efninu: Björn L. Þórðarson, Helgi Bragason, Jökull Sævarsson,
Kristín Bragadóttir, Sigrún Hauksdóttir og Þorsteinn Hallgríms-
son. Af hálfu samstarfsaðilans í Noregi komu helst við sögu þau
Svein Arne Brygfjeld, Solveig Seines og Svein Arne Solbakk.
Sumarið 1996 hlaut verkefnið styrk úr Nýsköpunarsjóði náms-
manna.
fökull Sævarsson
Eistneslc bólcsaga'
Þrátt fyrir að fjarlægðin mæld í kílómetrum milli Norðurland-
anna og Eystrasaltsríkjanna sé lítil hafa samskipti þessara þjóða
verið í lágmarki og ýmsum erfiðleikum háð um mcira en hálfr-
1 Den estniska boken genom seklema. Bokhistoriska uppsatser utgivna av
Endel Annus och Esko Hákli. Helsingfors: Helsingfors universitetsbibliotek,
1995. 199 bls., myndir. (Helsingfors universitetsbiblioteks slcrifter, 57.) ISBN
951-45-7132-0 (ISSN 0355-1350).
152