Ritmennt - 01.01.1997, Page 159
RITMENNT
EISTNESK BÓKASAGA
ar aldar slceið. Þegar Sovétrílcin leystust upp og Eystrasaltsríkin
endurheimtu sjálfstæði sitt fyrir nokkrum árum gerbreyttist
hins vegar ástandið. Margir Norðurlandabúar heimsækja nú
Eystrasaltsríkin og taka á móti fólki þaðan. Eitt atriði veldur því
þó að samskiptin eru erfiðari en æslcilegt væri: tungumálið. Þess
vegna eru flestar prentaðar bælcur um Eystrasaltslöndin óskilj-
anlegar Norðurlandabúum.
Því er það fagnaðarefni þegar á prent kemur rit sem flestir
Norðurlandabúar geta lesið og haft gagn af. Heiðurinn af hinu
nýja riti á háskólabókasafnið í Helsingfors sem fékk sjö bóksögu-
fræðinga úr hópi eistneskra bókavarða til að skrifa ritgerðir um
valda þætti úr bóksögu Eistlands. Þættirnir voru síðan þýddir á
sænsku og gefnir út í ritröð safnsins.
Um er að ræða níu ritgerðir um eistnesku bókina gegnum tíð-
ina. Fyrsta greinin er eftir Ene Jaanson (f. 1934) um upphaf prent-
unar í Eistlandi, sem hófst árið 1631 í háskólabænum Tartu.
Næst er ritgerð eftir Kyra Robert (f. 1916) um prentarana í Tall-
inn á 17. öld. Þá kemur ritsmíð eftir Endel Annus (f. 1915) um
blaðaútgáfu í Eystrasaltsríkjunum fyrir 1710. Næsta ritgerð er
einnig eftir Endel Annus og fjallar um útgáfu og útbreiðslu bibl-
íunnar á eistnesku. Þá er ritgerð eftir Ene Jaanson og Ingrid
Loosme (f. 1925) um prentsmiðjurnar í Tartu sem prentuðu fyr-
ir háskólann 1802-1883. Mari Kalvilc (f. 1937) skrifar grein um
eistneska bókmenntafélagið og starfsemi þess á sviði alþýðu-
fræðslu og útgáfustarfsemi á árunum 1907-1940. Því næst er rit-
gerð Mare Lott (f. 1934) um bókaforlög og bókaútgáfu á tímurn
hins sjálfstæða Eistlands 1918-1940. Kaja Noodla (f. 1915) skrif-
ar um það þegar ,óæskilegar' bækur voru ,hreinsaðar' úr eistn-
eskum bókasöfnum á árunum 1940-1941 og 1944-1954. Síðasta
ritgerðin er eftir Mare Lott og fjallar um þróun eistneskra bók-
sögurannsókna. í bókarlok er skrá um prentsmiðjur í Eistlandi
1631-1900 eftir Endel Annus, upplýsingar urn ritgerðahöfunda
og skrá um mannanöfn.
í heild er bókin hin fróðlegasta. Ritstjórunum Endel Annus og
Esko Hákli hefur tekist vel ætlunarverk sitt, að setja saman gott
yfirlitsrit um eistneska bóksögu, sem vel að merkja er hluti nor-
rænnar bóksögu þar sem Eistland var bæði á 17. og 18. öld und-
ir sænsku lcrúnunni. Sænski textinn er léttur aflestrar, og hefur
þýðandinn Raimo Raag, dósent í Uppsölum, leyst verlc sitt vel af
genom seklema
HELSINCFORS
UNIVERSIIETSBIBtlOUK
153